Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 219. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 219  —  219. mál.
Fyrirspurntil fjármálaráðherra um skatttekjur ríkissjóðs árið 2004.

Frá Helga Hjörvar.     1.      Hverjar hefðu tekjur ríkissjóðs orðið af tekjuskatti einstaklinga vegna tekjuársins 2004 ef skatturinn hefði numið 18% af öllum launatekjum að undanteknum atvinnuleysisbótum, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og lífeyrisgreiðslum Tryggingastofnunar en vaxta- og barnabætur hefðu verið óbreyttar frá því sem var?
     2.      Hverjar voru tekjur ríkissjóðs og sveitarfélaga af tekjuskatti einstaklinga vegna tekjuársins 2004?
     3.      Hve miklu skilaði núverandi virðisaukaskattskerfi vegna ársins 2004?
     4.      Hverju hefði virðisaukaskattur skilað hefði hann verið í einu þrepi og numið 21,95%, þ.e.18% af útsöluverði, þó með þeim undanþágum sem nú eru í gildi?
     5.      Hve miklu skilaði núverandi fjármagnstekjuskattur árið 2004 og hve miklu hefði 18% fjármagnstekjuskattur skilað að óbreyttum skattstofni?
     6.      Hve miklu hefði 18% skattur af dagpeningum og bifreiðastyrkjum skilað?
     7.      Hve hárri fjárhæð námu vörugjöld af öðrum vörum en áfengi, eldsneyti, bifreiðum og tóbaki árið 2004?
     8.      Hve miklu hefði 10% sérstakur tekjuskattur á tekjur yfir 500 þús. kr. á mánuði skilað?


Skriflegt svar óskast.