Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 243. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 243  —  243. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um framtíð Siglufjarðarvegar um Almenninga.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við nýjum upplýsingum um jarðsig og hættu á stórfelldu jarðfalli og berghlaupi á veginum milli Skagafjarðar og Siglufjarðar um Almenninga?
     2.      Hve langan undirbúningstíma þyrfti til að hefja gerð jarðganga úr Fljótum til Siglufjarðar ef brýn nauðsyn krefði og hvað mundu slík göng kosta?