Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 244. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 244  —  244. mál.
Fyrirspurntil samgönguráðherra um alþjónustu í fjarskiptum.

Frá Þórarni E. Sveinssyni.     1.      Hvernig hefur Póst- og fjarskiptastofnun framfylgt ákvæði a-liðar 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 69/2003 en samkvæmt því skal stofnunin m.a. vinna að því að allir landsmenn eigi aðgang að alþjónustu í fjarskiptum?
     2.      Eiga einhver svæði eða lögbýli ekki kost á alþjónustu og ef svo er, hver eru þau?
     3.      Ef þörf er á úrbótum, er þá ljóst hvenær af þeim verður? Er ætlunin að nota tekjur af sölu Símans í þær?
     4.      Er sama gjald tekið fyrir alþjónustu um allt land?


Skriflegt svar óskast.