Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 245. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 245  —  245. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um skammtímaatvinnuleyfi ungmenna.

Frá Þórarni E. Sveinssyni.



     1.      Er Ísland aðili að samkomulagi sem auðveldar ungmennum að fá skammtímaatvinnuleyfi í löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, t.d. í námshléum eða námsleyfum?
     2.      Ef svo er, við hvaða ríki hefur þá verið gert slíkt samkomulag?
     3.      Ef svo er ekki, stendur þá til að gera slíkt samkomulag við einhver ríki?


Skriflegt svar óskast.