Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 168. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 257  —  168. mál.
Svarforsætisráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um óbyggðanefnd.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver er heildarkostnaður af störfum óbyggðanefndar frá upphafi, sundurliðað eftir ári og einstökum liðum?

    Heildarkostnaður af störfum óbyggðanefndar á tímabilinu 1999–2004 var 281.612 þús.kr. Meðfylgjandi tafla sýnir hvernig kostnaður skiptist í rekstur skrifstofu og kostnað við úrskurði nefndarinnar, sundurliðað eftir árum.

Kostnaður skrifstofu Kostnaður við úrskurði Samtals
1999 16.787 1.555 18.342
2000 22.554 6.239 28.793
2001 27.637 13.228 40.865
2002 35.045 19.881 54.926
2003 36.889 25.965 62.854
2004 45.328 30.504 75.832
184.240 97.372 281.612