Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 165. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 261  —  165. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ögmundar Jónassonar um söfnunarkassa og happdrættisvélar.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hverju hafa söfnunarkassar og happdrættisvélar skilað Íslenskum söfnunarkössum og Háskóla Íslands á árunum 2003, 2004 og á þessu ári:
     a.      í heild,
     b.      að frádregnum vinningum og kostnaði?


    Dómsmálaráðuneytið leitaði eftir upplýsingum frá Íslandsspili (Íslenskir söfnunarkassar) og Happdrætti Háskóla Íslands vegna fyrirspurnarinnar. Byggjast meðfylgjandi tölur á þeim upplýsingum.
    Ekki reyndist unnt að fá tölur fyrir árið 2005.

Íslandsspil Happdrætti HHÍ
Tekjur í heild:
    2003 1.268.000.000 1.528.000.000
2004 1.278.000.000 1.874.000.000
Tekjur að frádregnum vinningum og kostnaði:
2003 870.000.000 433.000.000
2004 857.000.000 528.000.000