Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 270. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Prentað upp.

Þskj. 284  —  270. mál.
Skriflegt svar.
Fyrirspurntil viðskiptaráðherra um afleiðingar jarðskjálftanna á Suðurlandi.

Frá Margréti Frímannsdóttur.     1.      Hverjar eru helstu niðurstöður skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði um afleiðingar jarðskjáftanna á Suðurlandi árið 2000 sem birt var haustið 2004?
     2.      Hafa komið fram nýjar skemmdir á húsnæði frá árinu 2002 til dagsins í dag? Ef svo er, um hve mörg tilvik er að ræða og hvers konar skemmdir, skipt eftir tímabilum og tegundum skemmda á:
                  a.      atvinnuhúsnæði,
                  b.      íbúðarhúsnæði?
     3.      Hver er heildarkostnaður vegna þessara skemmda? Hafa verið greiddar bætur og þá hve háar vegna:
                  a.      atvinnuhúsnæðis,
                  b.      íbúðarhúsnæðis?
     4.      Hefur þörfin fyrir langvarandi áfallahjálp fyrir fólk sem búsett er á jarðskjálftasvæðunum verið metin sérstaklega? Ef svo er, hafa stjórnvöld lagt fram fjármuni til þeirrar starfsemi, hve mikla og á hvaða tímabili?


Skriflegt svar óskast.