Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 304. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 324  —  304. mál.
Fyrirspurn
til iðnaðarráðherra um efnistöku úr botni Hvalfjarðar.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni.


     1.      Hversu miklu af jarðefnum hefur verið dælt upp af botni Hvalfjarðar síðan efnistaka var leyfð þar?
     2.      Er efnistaka í firðinum svæða- eða tímabilaskipt? Ef svo er, hvernig er skiptingin?
     3.      Hefur farið fram vistfræðilegt eftirlit á svæðinu og ef svo er, hvernig hefur því verið fylgt eftir?
     4.      Hefur orðið veruleg breyting á einstökum botnsvæðum í firðinum?
     5.      Verður áfram leyfð efnistaka án skoðunar á botnsvæðum?


Skriflegt svar óskast.