Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 367. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 423  —  367. mál.
Fyrirspurntil heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um Framkvæmdasjóð aldraðra.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.     1.      Hversu mikið fé hefur runnið til Framkvæmdasjóðs aldraða árlega sl. 10 ár?
     2.      Hversu háar fjárveitingar fóru á hverju ári til
                  a.      uppbyggingar,
                  b.      rekstrar,
                  c.      annars og þá hvers?
     3.      Hversu háar greiðslur til uppbyggingar komu frá öðrum en ríkisvaldinu, svo sem sveitarfélögum, félagasamtökum o.s.frv., skipt eftir árum?
     4.      Hversu margar voru einkaframkvæmdir á þessu sviði á tímabilinu?
     5.      Hefur verið sótt um heimildir til að byggja hjúkrunarheimili án mótframlags? Ef svo er, hversu oft og hafa þær heimildir verið veittar?
     6.      Hvaða framkvæmdir og uppbygging á hjúkrunarheimilum eru fyrirhugaðar og vanda hversu margra munu þær leysa? Listi yfir framkvæmdirnar óskast og upplýsingar um hvenær gert er ráð fyrir að þeim verði lokið.


Skriflegt svar óskast.