Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 319. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 459  —  319. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver var stærð viðmiðunarstofns þorsks fjögurra ára og eldri, ráðlögð þorskveiði Hafrannsóknastofnunarinnar, úthlutun stjórnvalda á heildaraflamarki á þorski og landaður þorskafli, fyrir hvert fiskveiðiár frá 1985?
     2.      Hvert var ráðlagt aflamark Hafrannsóknastofnunarinnar á Íslandsmiðum og landaður úthafsrækjuafli fyrir hvert ár frá fiskveiðiárinu 1997/1998 og hver var þróun stofnstærðar úthafsrækju á sama tíma?
     3.      Hver var stofnstærð grálúðu, ráðlögð grálúðuveiði Hafrannsóknastofnunarinnar, úthlutun stjórnvalda á heildaraflamarki á grálúðu og landaður grálúðuafli, fyrir hvert fiskveiðiár frá árinu 1997/1998?

    
    Ráðuneytið sendi fyrirspurnina til Fiskistofu og byggist eftirfarandi á upplýsingum þaðan.
    Eftirfarandi tafla svarar 1. lið fyrirspurnarinnar.
Þorskur (þús. tonna):

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


1)
     Almanaksár.
2)     Í reglugerðum um stjórn botnfiskveiða 1984–1987 var umframafli ekki áætlaður vegna ákvæða um heimildir sóknarmarksskipa, tilfærslu milli fisktegunda, flutnings milli ára og afla smábáta.
3)      Tímabilið janúar–ágúst 1991.
4)      Fiskveiðiárið september–ágúst.
5)      Samkvæmt aflareglu.
6)      Samkvæmt endurskoðaðri aflareglu.

    Ekki liggur fyrir mat á raunverulegri stærð úthafsrækjustofnsins en notað hefur verið fjölstofnalíkan til að meta afrakstursgetu stofnsins.
    Í mörkun langtímastefnu við nýtingu þorskstofns árið 1995 var stefnt að því að styrkja stofn þorsks sem til lengri tíma litið gæti leitt til minnkunar úthafsrækjustofns vegna aukins afráns. Með aukinni útbreiðslu þorsks á norðurmiðum sl. áratug og innfjarða vestan lands og norðan á undanförnum árum hefur afrán þorsks leitt til hruns rækjustofna. Gjörbreytt umhverfisskilyrði við landið um og eftir aldamótin hafa einnig mjög líklega haft áhrif á óhagstæða þróun rækjustofna.

Úthafsrækja (þús. tonna):

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2)      Fiskveiðiár.
4)     Tillaga um leyfilegan hámarksafla var upphaflega 60 þús. tonn en hún var endurskoðuð í janúar 1999 og breytt í 40 þús. tonn.
5)     Engin tillaga um hámarksafla en í ráðgjöf kemur fram að óbreytt sókn leiði til 15 þús. tonna afla.

    Þar sem aldursákvarðanir á grálúðu eru mjög ónákvæmar er ekki talið mögulegt að beita aldurs-afla líkönum til að meta stofnstærð. Við ráðgjöf er stuðst við upplýsingar sem fást úr stofnmælingu og úr aflaskýrslum veiðiskipa.
    Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar hefur verið í samræmi við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og miðast við afla á útbreiðslusvæði grálúðu sem nær frá ströndum Grænlands, við Ísland og til Færeyja. Eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu er heildaraflinn að jafnaði verulega umfram ráðgjöf en þess skal getið að svo hefur verið sl. tvo áratugi.

Grálúða (þús. tonna):

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


1)     Almanaksárið.
2)      Tímabilið janúar–ágúst 1991.
3)      Heildaraflamark á Íslandsmiðum fiskveiðiárið september–ágúst.
4)      Ráðlögð heildarveiði fyrir Austur-Grænland/Ísland/Færeyjar.