Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 327. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 556  —  327. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl., með síðari breytingum.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (KLM, ISG, ÖJ, LB).     1.      Við 3. gr. bætist tveir nýir liðir er orðist svo:
                  a.      Á eftir orðunum „80% olíugjalds af olíu“ í 1. mgr. kemur: að viðbættum virðisaukaskatti.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, er verður 3. mgr., svohljóðandi:
                      Eigendur jeppa- og pallbifreiða eiga rétt á endurgreiðslu á helmingi olíugjalds skv. 1. gr. sanni þeir með vottorði frá hlutaðeigandi skattstjóra að þeir hafi haft meiri hluta atvinnutekna sinna næstliðið ár, að frádregnum kostnaði við öflun þeirra, af búrekstri, svo og lýsi því yfir að bifreiðarnar hafi verið notaðar næstliðið ár að mestu eða öllu leyti við landbúnaðarstörf.
     2.      Við 13. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Endurskoða skal lögin í heild sinni innan árs frá gildistöku þessara laga.