Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 333. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 601  —  333. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 9. des.)1. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 19. gr. laganna orðast svo: Verðmiðlunargjaldið skal vera 0,65 kr. á lítra af mjólk sem lögð er inn í afurðastöð innan greiðslumarks.

2. gr.

    1. mgr. 20. gr. laganna orðast svo:
    Innheimta skal verðskerðingargjald af verði hrossakjöts til framleiðenda og skal gjaldið vera 2% af framleiðendaverði hrossakjöts. Innheimta skal verðskerðingargjald á heildsölustigi af kindakjöti sem ætlað er til sölu á innlendum markaði og skal gjaldið vera 2 kr. á kg.

3. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2006.