Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 482. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 713  —  482. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um þjónustu við börn og unglinga með geðraskanir.

Frá Valdimar L. Friðrikssyni.



     1.      Hvað líður athugun ráðuneytisins á tillögum sem fram koma í skýrslu Kristjáns Más Magnússonar frá 31. ágúst 2004 um „skilgreiningu þriggja þjónustustiga í málefnum barna og unglinga með geðraskanir og aðgerðir til að auka samþættingu þjónustunnar“?
     2.      Ef nefnd hefur verið sett í málið, hverjir eiga sæti í henni, hvenær hóf hún störf og hvenær á hún að ljúka störfum?
     3.      Hvað líður vinnu við samþættingu á þjónustu og meðferðarúrræðum fyrir börn með geðraskanir?