Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 485. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 716  —  485. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hversu oft á undanförnum tveimur árum hefur öldrunarsjúklingum á fimm daga deildum Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) verið synjað um heimahjúkrun?
     2.      Hversu oft á sama tímabili hefur slík synjun komið í veg fyrir útskrift sjúklinga?
     3.      Hversu oft á sama tímabili hefur aðeins verið unnt að bjóða öldruðum sem stóð til að útskrifa af LSH upp á skerta heimahjúkrunarþjónustu?