Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 500. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 732  —  500. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um sjúkraflutninga innan lands með flugvélum.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.



     1.      Hve oft á ári voru flugvélar notaðar til sjúkraflutninga innan lands árin 2000–2004 og með hversu marga sjúklinga var flogið?
     2.      Hve oft var flogið til Reykjavíkur og lent á Reykjavíkurflugvelli á tímabilinu og með hvað marga sjúklinga?
     3.      Hvaðan var flogið?
     4.      Hver var, þegar lent var á Reykjavíkurflugvelli:
              a.      viðbragðstíminn, frá því að kallað var eftir flugvél og þar til sjúklingur var kominn um borð,
              b.      flugtíminn, frá því að sjúklingur kom um borð í vél og þar til hún lenti?
        Óskað er eftir upplýsingum um stysta tíma, lengsta tíma og meðaltíma.
     5.      Hvert var hlutfall þeirra sjúklinga sem flogið var með til Reykjavíkur og höfðu legið á sjúkrastofnun utan borgarinnar, þ.e. voru fluttir milli sjúkrastofnana?
     6.      Eru til upplýsingar hversu „akút“ sjúkraflugið til Reykjavíkur var í hverju tilviki?
     7.      Eru til rannsóknir á afdrifum sjúklinga sem fluttir voru með flugvél til Reykjavíkur? Svar óskast sundurliðað sem hér segir:
              a.      dánartíðni á sjúkrahúsi eftir flutninginn,
              b.      dvöl (legudagar) á sjúkrahúsi í Reykjavík,
              c.      útskrift: heim, á stofnun, annað sjúkrahús,
              d.      hvort flutningstími til Reykjavíkur hafi haft afdrifarík áhrif á batahorfur sjúklings.
     8.      Hvort eru áhafnir sjúkraflugvéla á staðarvöktum eða bakvöktum?
     9.      Hver er skilgreindur viðbragðstími þessara starfsmanna í sjúkraflugi, þ.e. sá tími sem líður frá útkalli til flugtaks?


Skriflegt svar óskast.