Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 539. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Prentað upp.

Þskj. 786  —  539. mál.
Viðbót. Skriflegt svar.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um símtöl milli farsímakerfa.

Frá Söndru Franks.



     1.      Hve mikið hækkar verð á símtali í farsíma ef hringt er milli farsímafyrirtækja hér á landi?
     2.      Hverjar er ástæður þess að kostnaður eykst þegar hringt er milli kerfa?
     3.      Hversu mikill kostnaður leggst samtals á farsímanotendur á hverjum sólarhring vegna hringinga milli kerfa innan lands og hversu hátt hlutfall er það af heildarkostnaði við farsímahringingar innan lands á sólarhring?
     4.      Er tæknilega mögulegt að koma upp búnaði sem gerir farsímanotendum viðvart um aukinn kostnað þegar þeir hringja á milli kerfa?
     5.      Ef svo er, hyggst ráðherra beita sér fyrir því að farsímafyrirtæki taki slíkan búnað upp og þá hvernig?


Skriflegt svar óskast.