Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 550. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 798  —  550. mál.
Fyrirspurntil viðskiptaráðherra um kaup Eglu hf. á Búnaðarbankanum.

Frá Ögmundi Jónassyni.     1.      Getur viðskiptaráðherra upplýst með óyggjandi hætti, m.a. á grundvelli upplýsinga sem aflað verði frá Fjármálaeftirlitinu hérlendis og sambærilegri stofnun í Þýskalandi, hvort þýski bankinn Hauck & Aufhauser var eins og haldið hefur verið fram meðal raunverulegra kaupenda og síðan eigenda Búnaðarbankans sem hluti af Eglu hf. þegar einkavæðingu Búnaðarbankans lauk, sbr. tilkynningu 16. janúar 2003?
     2.      Ef í ljós kemur að hinn erlendi banki var ekki meðal raunverulega kaupenda og upplýsingar þar um voru rangar, hvaða afleiðingar mun það hafa í för með sér gagnvart:
                  a.      öðrum bjóðendum í Búnaðarbankann sem gengið var fram hjá með vísan til hins erlenda banka sem þátttakanda í tilboði Eglu hf.,
                  b.      einkavæðingarnefnd,
                  c.      ráðherranefnd um einkavæðingu,
                  d.      Kauphöll Íslands vegna rangrar upplýsingagjafar eða mistaka við eftirlit,
                  e.      Fjármálaeftirlitinu vegna rangrar upplýsingagjafar eða mistaka við eftirlit,
                  f.      Ríkisendurskoðun, sbr. skýrslu þeirrar stofnunar um einkavæðinguna,
                  g.      kaupandanum Eglu hf.?


Skriflegt svar óskast.