Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 551. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 799  —  551. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Má ætla að nefnd forsætisráðherra um lagalega umgjörð stjórnmálaflokka skili niðurstöðu fljótlega, þannig að hægt sé að lögfesta fyrir lok vorþings frumvarp um fjárreiður stjórnmálaflokka, en í skýrslu forsætisráðherra um málið frá 131. löggjafarþingi var lagt til að nefndin skilaði tillögum sínum fyrir lok árs 2005?
     2.      Telur ráðherra að setja eigi í lög reglur sem skylda frambjóðendur í prófkjörum til að birta reikninga sína opinberlega, svo og framlög frá styrktaraðilum þegar um er að ræða stærri framlög?
     3.      Er ráðherra reiðubúinn að beita sér fyrir því að skattyfirvöld geti gefið upp hve háar fjárhæðir lögaðilar hafa dregið frá skatti vegna framlaga til stjórnmálaflokka?