Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 553. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 801  —  553. mál.
Fyrirspurntil fjármálaráðherra um fjármagnstekjuskatt líknarfélaga.

Frá Söndru Franks.     1.      Hversu mörg félög, sem falla undir skilgreiningu Hagstofunnar á líknarfélögum, greiddu fjármagnstekjuskatt á síðasta ári?
     2.      Hversu mikinn fjármagnstekjuskatt greiddu þau:
                  a.      af vaxtatekjum,
                  b.      af arði,
                  c.      af söluhagnaði fasteigna,
                  d.      af hlutabréfum,
                  e.      samtals?


Skriflegt svar óskast.