Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 516. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 819  —  516. mál.
Svariðnaðarráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar um hátækni- og nýsköpunargreinar.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvert hefur verið árlegt hlutfall hátækni- og nýsköpunargreina af landsframleiðslu síðustu tíu ára?
     2.      Hver hefur árlegur vöxtur hátæknigreina verið á sama tíma?


    Á síðasta ári kom út skýrslan Hátækniiðnaður – þróun og staða á Íslandi / Staða og stefna á Norðurlöndum og Írlandi. Skýrslan er afrakstur samvinnuverkefnis iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og Samtaka iðnaðarins um upplýsingaöflun um stöðu þessara greina og er ætlað að skapa grundvöll fyrir frekari umfjöllun um þróun þeirra. Eftirfarandi svar er byggt á upplýsingum sem aflað var í tengslum við gerð skýrslunnar.
    Byggt er á skilgreiningum OECD fyrir framleiðsluiðnað en þar eru hátæknigreinar skilgreindar sem atvinnugreinar sem leggja >4% af veltu sinni í rannsóknir og þróunarstarfsemi. Öll þessi fyrirtæki eru nýsköpunarfyrirtæki og miðast svarið því við hátæknigreinar eins og þær eru skilgreindar í framangreindri skýrslu. Nýsköpun er auðvitað einnig stunduð í atvinnugreinum sem ekki eru flokkaðar sem hátæknigreinar, t.d. greinum sem eiga rætur í þjónustu og viðskiptum, hönnun og menningu og hug- og félagsvísindum, svo nokkuð sé nefnt. Ekki er fjallað um þessar greinar í svari þessu.

1. Hlutfall hátæknigreina í landsframleiðslu.
    Framlag einstakra atvinnugreina til landsframleiðslu er sú viðmiðun sem notuð er til að mæla vöxt og viðgang þeirra. Verðmætasköpunin, eða virðisaukinn, sem verður til í atvinnurekstri er munurinn á söluverði framleiðslunnar og kostnaði. Árið 2004 var landsframleiðslan um 850 milljarðar kr., sem er síðasta viðmiðunarár könnunarinnar. Uppruni verðmætasköpunar á Íslandi hefur breyst mikið og hefur iðnaður sótt á en landbúnaður, fiskveiðar og fiskvinnsla látið undan síga. Árið 2004 nam hlutur iðnaðarins tæplega fjórðungi af verðmætasköpuninni en hlutur sjávarútvegs var um 10%. Í töflu sem fylgir með svari þessu sést verðmætasköpun hátækniiðnaðar og fleri atvinnugreina árin 1998–2004, en verðmætasköpun í hátækniiðnaði sem hlutfall af landsframleiðslu er sýnd allt fram til ársins 1990. Framlag hátækniiðnaðar til landsframleiðslu hefur aukist frá um 0,2% árið 1990 í 3,9% eða um 33 milljarða kr. árið 2004. Framlag einstakra atvinnugreina innan hátækniiðnaðar til landsframleiðslunnar er mismunandi en þyngst vega síma- og fjarskiptaþjónusta, lyfjaframleiðsla, framleiðsla lækningatækja, framleiðsla tækja fyrir matvælaiðnað og hugbúnaðariðnaður.

Hlutfall verðmætasköpunar hátækniiðnaðar árin 1995–2004:

Ár Verg landsframleiðsla,
milljarðar kr.
Hlutfall hátækniiðnaðar af landsframleiðslu
1995 451 0,6%
1996 484 0,7%
1997 525 0,8%
1998 577 0,9%
1999 624 1,3%
2000 669 2,1%
2001 744 3,1%
2002 779 3,4%
2003 811 3,8%
2004 852 3,9%

2. Árlegur vöxtur hátæknigreina.
    Í skýrslunni Hátækniiðnaður – þróun og staða á Íslandi eru birtar upplýsingar um verðmæti hátæknivöru og -þjónustu frá og með árinu 1998 og er því miðað við það upphafsár í svari þessu.

Verðmæti hátæknigreina, 1998–2004.Ár
Verðmæti hátæknigreina,
millj. kr.
Aukning frá fyrra ári,
millj. kr.
Aukning frá fyrra ári, %
1998 5.193
1999 7.930 2.737 53%
2000 13.923 5.993 76%
2001 23.064 9.141 66%
2002 26.486 3.422 15%
2003 30.818 4.332 16%
2004 33.210 2.392 8%

    Þessar upplýsingar má einnig finna í eftirfarandi töflu.
Verðmætasköpun hátækniiðnaðar árin 1990–2004.


1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004
Hlutfall %
Hátæknivörur og -þjónusta 0,30% 0,40% 0,45% 0,50% 0,55% 0,70% 0,80% 0,90% 1,30% 2,10% 3,10% 3,40% 3,80% 3,90%
Hlutfall, %
Verg landsframleiðsla 368 399 400 412 439 451 484 525 577 624 669 744 779 811 852
Verðmætasköpun hátækniiðnaðar 3,4 7,9 13,9 23,1 26,5 30,8 33,2
Verðmætasköpun hátækniiðnaðar sem hlutfall af landsframleiðslu 0,20% 0,3% 0,4% 0,5% 0,5% 0,6% 0,7% 0,8% 0,9% 1,3% 2,1% 3,1% 3,4% 3,8% 3,9%
Verðmæti í millj. kr.
Sjávarafurðir 67.711 65.270 64.974 90.768 91.143 78.667 82.600
Stóriðja 7.397 6.100 9.945 10.416 9.348 9.732 10.219
Hátæknivörur og -þjónusta 5.193 7.930 13.923 23.064 26.486 30.818 33.210
Aðrar iðnaðarvörur 47.227 49.410 51.714 61.752 55.309 83.533 86.858
Aðrar vörur 51.210 50.630 57.018 56.544 59.204 65.691 69.827
Samgöngur 45.520 45.750 51.714 58.776 64.657 65.691 68.976
Ferðalög 19.915 21.350 24.531 27.528 29.602 29.196 30.656
Önnur þjónusta 81.936 88.450 94.146 91.512 88.806 88.399 92.819
Ávöxtun hlutafjár erlendis 122.904 139.690 150.501 165.168 176.054 169.499 177.122
Laun erlendis 110.955 123.830 132.600 147.312 166.706 177.609 187.341
Vaxtatekjur erlendis 10.811 11.590 11.934 11.160 11.685 12.165 11.922
Verg landsframleiðsla 368.000 399.000 400.000 412.000 439.000 451.000 484.000 525.000 569.000 610.000 663.000 744.000 779.000 811.000 851.550