Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 578. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 840  —  578. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um Háskóla Íslands.

Frá Björgvini G. Sigurðssyni.



     1.      Hvernig hyggst ráðherra vinna að því að Háskóli Íslands nái settu marki um að verða einn af 100 bestu háskólum í heimi?
     2.      Hefur verið gerð áætlun um slíkt, og ef svo er, hvernig er hún?
     3.      Fylgja þessu markmiði auknar fjárveitingar til skólans eða heimild til aukinnar gjaldtöku?