Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 589. máls.
Þskj. 865  —  589. mál.




Skýrsla

forsætisráðherra um starfsemi Kristnihátíðarsjóðs 2003–2005.

(Lögð fyrir Alþingi á 132. löggjafarþingi 2005–2006.)




    Kristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn starfaði samkvæmt lögum nr. 12 um Kristnihátíðarsjóð sem samþykkt voru á Alþingi 28. febrúar 2001 en starfstími sjóðsins var fimm ár. Ríkissjóður lagði til 100 millj. kr. fyrir hvert hinna fimm starfsára sjóðsins samkvæmt sérstökum lið í fjárlögum. Sjóðurinn starfaði enn fremur eftir reglugerð sem gefin var út 28. september 2001 af forsætisráðuneytinu.
    Í mars 2001 kaus Alþingi stjórn Kristnihátíðarsjóðs en í henni sátu Anna Soffía Hauksdóttir prófessor, formaður, Anna Agnarsdóttir prófessor og Þorsteinn Gunnarsson rektor. Stjórnin hafði samvinnu við ýmsar stofnanir, samtök og félög um viðfangsefni sjóðsins.
    Hlutverk sjóðsins er tvíþætt, annars vegar að efla fræðslu og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn. Hins vegar er hlutverk sjóðsins að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, m.a. á Þingvöllum, í Skálholti og á Hólum.
    Stjórnin skipaði tvær verkefnisstjórnir. Í verkefnisstjórn á sviði menningar- og trúararfs, sem hafði aðsetur á Akureyri, sátu Guðmundur Heiðar Frímannsson deildarforseti, formaður, Guðmundur K. Magnússon prófessor og séra Lára G. Oddsdóttir. Verkefnisstjórn á sviði fornleifafræði, með aðsetur í Reykjavík, skipuðu Guðmundur Hálfdanarson prófessor, formaður, Árný E. Sveinbjörnsdóttir, vísindamaður á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Hjalti Hugason prófessor.
    Verkefnisstjórnirnar gerðu tillögur til stjórnar um verkefni og framlög til þeirra fyrir hvert starfsár. Stjórn sjóðsins setti verkefnisstjórnunum nánari reglur með erindisbréfi, m.a. um faglegt eftirlit þeirra með verkefnum og framvindu þeirra, svo og um megináherslur í starfi þeirra og tillögum.
    Stjórn sjóðsins ákvað árlega skiptingu á ráðstöfunarfé hans milli meginsviðanna tveggja og til reksturs sjóðsins. Fjárvarsla sjóðsins er hjá forsætisráðuneytinu sem jafnframt veitir sjóðsstjórn nauðsynlega ritara- og skrifstofuþjónustu.
    Frekari upplýsingar um Kristnihátíðarsjóð má finna á vefsvæði sjóðsins undir slóðinni forsaetisraduneyti.is/afgreidsla/sjodir/Kristnihatidarsjodur.

Auglýsingar og fjöldi umsókna.
    Eins og fyrstu starfsárin auglýsti stjórn sjóðsins árin 2003–2005 í ágúst eftir umsóknum í sjóðinn með umsóknarfresti fram í miðjan september. Þar kom fram að sjóðurinn veitti styrki til að efla þekkingu og vitund um menningar- og trúararf þjóðarinnar. Tekið var fram að einkum yrði litið til margvíslegra verkefna er tengdust almenningsfræðslu, umræðum og rannsóknum. Jafnframt skyldu verkefnin m.a. miðla fróðleik um siðferðis- og trúarhugmyndir sem mótað hafa þjóðina, t.d. með gerð fræðslu- og námsefnis, stuðla að umræðum um lífsgildi þjóðarinnar, siðferði og framtíðarsýn, t.d. fyrir tilstilli mennta- og menningarstofnana eða fjölmiðla, og efla rannsóknir á menningar- og trúararfi íslensks samfélags.
    Fram kom að styrkir yrðu jafnframt veittir til fornleifarannsókna og kynningar á niðurstöðum þeirra. Áhersla skyldi lögð á að árangur rannsóknanna yrði aðgengilegur almenningi. Einkum yrði litið til rannsóknarverkefna er vörðuðu mikilvæga sögustaði þjóðarinnar, m.a. Þingvelli, Skálholt og Hóla í Hjaltadal, aðra staði tengda sögu kristni á Íslandi, m.a. klaustur og kirkjustaði, og mikilvæga sögustaði aðra, svo sem verslunarstaði, miðaldabæi og þingstaði. Einnig yrði lögð áhersla á samvinnu umsækjanda við innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir eða fræðimenn, sem og á þjálfun og handleiðslu ungra vísindamanna á sviði fornleifafræði á Íslandi.
    Til viðbótar fyrrgreindum kröfum var tekið fram að sjóðurinn mundi leitast við að styðja áfram þau verkefni sem hlutu styrk við síðustu úthlutun, uppfylltu þau kröfur um framvindu og árangur. Árið 2004 var þó tilgreint að sjóðurinn mundi að öðru jöfnu ekki veita styrki til verkefna í menningar- og trúararfshlutanum lengur en til þriggja ára og í auglýsingunni árið 2005 var greint frá því að sjóðurinn mundi eingöngu styrkja þau fornleifaverkefni sem hlotið hefðu styrk við síðustu úthlutun, enda uppfylltu þau kröfur um framvindu og árangur.
    Umsóknum var skilað á þar til gerðum eyðublöðum en þar komu fram ítarlegar upplýsingar um verkefnin og umsækjendur. Árið 2003 bárust alls 138 umsóknir að upphæð 381 millj. kr. Á sviði menningar- og trúararfs bárust 128 umsóknir og 10 á sviði fornleifarannsókna. Árið 2004 bárust alls 114 umsóknir að upphæð 326 millj. kr., þar af 98 umsóknir á sviði menningar- og trúararfs, og árið 2005 voru umsóknir 82 talsins, að upphæð 250,5 millj. kr. Reyndust 73 þeirra vera á sviði menningar- og trúararfs en eingöngu níu á sviði fornleifarannsókna enda kom fram í auglýsingunni það ár að engin ný verkefni mundu hljóta styrk.

Mat á umsóknum.
    Verkefnisstjórnir mátu styrkhæfi umsókna, hvor á sínu sviði, en mat á umsóknum byggðist einkum á eftirtöldum sjónarmiðum: Gildi og mikilvægi verkefnis með tilliti til þeirra markmiða sem Kristnihátíðarsjóði voru sett og fram komu í auglýsingu, líkum á því að umsækjanda tækist að ná þeim markmiðum er verkefnið miðaði að og að lokum starfsferli og faglegum eða fræðilegum bakgrunni umsækjanda og annarra þátttakenda með tilliti til þeirra krafna sem verkefnið gerði til þeirra. Ef um framhaldsumsókn var að ræða var enn fremur litið til þess hvort framvinda og árangur væri fullnægjandi á fyrri styrkárum.
    Verkefnisstjórnir gerðu síðan skriflegar tillögur til sjóðsstjórnar um ráðstöfun þeirra fjármuna sem fyrirhugað var að veita til verkefna á hvoru sviði um sig. Sjóðsstjórn tók því næst afstöðu til afgreiðslu umsókna á grundvelli tillagna verkefnisstjórnanna.

Verkefni Kristnihátíðarsjóðs á sviði menningar- og trúararfs.
    Á þeim fimm árum sem menningar- og trúarhluti Kristnihátíðarsjóðs hefur starfað hefur hann stuðlað að því að fjöldamörg hagnýt verkefni á sviði hug- og félagsvísinda hafa verið unnin. Þetta á við um ýmis verkefni sem tengjast uppeldishlutverki kristninnar, um söguleg verkefni sem tengjast kirkju og bókmenntum, mörg verkefni við rannsóknir á íslenskum tónlistararfi en hann er fyrst og fremst kirkjulegur, fundaraðir um siðferðileg efni, undirbúning að útgáfu á bókum, geisladiskum og DVD-diskum og undirbúningur vefsvæða með upplýsingum um margvísleg efni sem tengjast trú og menningu. Mörg verkefni í hug- og félagsvísindum eru unnin af fræðimönnum sem vinna þau einir og þess vegna hentaði sjóður sem þessi vel til að styrkja verkefni á þessum sviðum. Hann hefur stuðlað að því að meiri þróttur hefur verið í rannsóknum og umræðum um þessi efni og í vinnslu á efni sem skilar sér í uppeldisstarfi en ella hefði verið. Verkefni Kristnihátíðarsjóðs á sviði menningar- og trúararfs sem ákveðið var að styrkja árin 2003–2005 voru fjölþætt og að þeim stóðu skólar, stofnanir, söfnuðir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar.
    Árið 2003 fékk verkefnisstjórn um trúar- og menningararf 128 umsóknir til yfirferðar og sótt var um 260 millj. kr. samtals. Upphæðin sem verkefnisstjórnin hafði til umráða var ríflega 42 millj. kr. Verkefnin sem sótt var um styrki til voru fjölbreytileg og flest féllu að markmiðum sjóðsins. Margar góðar umsóknir voru um gerð fræðsluefnis fyrir börn og unglinga en minna var sótt um styrki til tölvu- og vefvinnslu af ýmsu tagi en árið 2002. Nokkuð var um styrkumsóknir til rannsókna á tónlistar- og myndlistararfinum. Margar umsóknir voru um fé til rannsókna á bóklegum arfi Íslendinga og einnig til að koma honum á framfæri við almenning í sjónvarpsmyndum eða á geisla- og DVD-diskum. Færri umsóknir voru um styrki til þess að rannsaka, þróa eða vekja umræður um siðferðisefni.
    Verkefnisstjórnin fór vandlega yfir allar umsóknirnar og mat verðleika þeirra. Til viðmiðunar hafði hún þau skilyrði sem koma fram á umsagnarblaði og er kveðið á um í lögum og reglugerð. Þær umsóknir sem uppfylltu öll skilyrði sem fram koma á umsagnarblaðinu komu til álita við úthlutun. Á grundvelli tillagna verkefnisstjórnar ákvað stjórn Kristnihátíðarsjóðs síðan að 57 umsóknir fengju styrk, 10 fleiri en árið 2002.
    Skipta má þeim umsóknum sem fengu úthlutun árið 2003 í sex flokka:
     1.      Rannsóknir.
     2.      Fræðsla, málþing og umræður.
     3.      Þýðingar og útgáfur.
     4.      Félagslegar kannanir.
     5.      Vefmál.
     6.      Tónlist og myndlist.
    Árið 2004 fékk verkefnisstjórn um trúar- og menningararf 98 umsóknir til yfirferðar og sótt var um 196 millj. kr. samtals. Upphæðin sem verkefnisstjórnin hafði til umráða var um 41 millj. kr. Verkefnisstjórnin fór vandlega yfir allar umsóknirnar og mat verðleika þeirra. Til viðmiðunar hafði hún þau skilyrði sem koma fram á umsagnarblaði og er kveðið á um í lögum og reglugerð. Þær umsóknir sem uppfylltu öll skilyrðin komu til álita við úthlutun. Á grundvelli tillagna verkefnisstjórnar ákvað stjórn Kristnihátíðarsjóðs síðan að 50 umsóknir fengju styrk árið 2004.
    Umsóknum má skipta í þrjá flokka og dreifðist úthlutunin á þá með svofelldum hætti: Í fyrsta flokkinn féllu umsóknir um styrki til að miðla fróðleik um siðferðis- og trúarhugmyndir sem mótað hafa þjóðina, t.d. með gerð fræðslu- og námsefnis. Í þessum flokki fengu 17 umsóknir styrk. Í annan flokkinn féllu styrkumsóknir til að stuðla að umræðum um lífsgildi þjóðarinnar, siðferði og framtíðarsýn, t.d. fyrir tilstilli mennta- og menningarstofnana eða fjölmiðla. Fimm umsóknir í þessum flokki fengu styrk. Í þriðja flokkinn féllu umsóknir um styrk til að efla rannsóknir á menningar- og trúararfi íslensks samfélags en í þessum flokki fengu 28 umsóknir styrk.
    Árið 2005 fékk verkefnisstjórn um trúar- og menningararf 73 umsóknir til yfirferðar og sótt var um 134 millj. kr. samtals. Upphæðin sem verkefnisstjórnin hafði til umráða var rúmar 38 millj. kr. Umsóknir voru af ýmsu tagi en flestar voru þær um styrki til rannsókna á bóklegum trúar- og menningararfi og til að miðla fróðleik um siðferðis- og trúarhugmyndir. Á grundvelli tillagna verkefnisstjórnar ákvað stjórn Kristnihátíðarsjóðs að 47 umsækjendur fengju styrk.
    Umsóknum var skipt í þrjá flokka og dreifðist úthlutunin á þá með svofelldum hætti: Í fyrsta flokkinn féllu umsóknir um styrk til að miðla fróðleik um siðferðis- og trúarhugmyndir sem mótað hafa þjóðina, t.d. með gerð fræðslu- og námsefnis. Í þessum flokki fengu 19 umsóknir styrk. Í annan flokkinn féllu styrkumsóknir til að stuðla að umræðum um lífsgildi þjóðarinnar, siðferði og framtíðarsýn, t.d. fyrir tilstilli mennta- og menningarstofnana eða fjölmiðla. Níu umsóknir í þessum flokki fengu styrk. Í þriðja flokkinn féllu þær umsóknir sem snerust um að efla rannsóknir á menningar- og trúararfi íslensks samfélags. Í þessum flokki fengu 19 umsóknir styrk.

Verkefni sem hlutu styrk árið 2003.
    Stjórn Kristnihátíðarsjóðs ákvað að styrkja eftirfarandi 57 verkefni á sviði menningar- og trúararfs árið 2003 um rúmar 42 millj. kr. Af þeim verkefnum sem fengu úthlutun höfðu 22 áður fengið styrk en 35 voru nýjar umsóknir.
     1.      Réttlæti og ást. Til móts við nýja kynlífssiðfræði, Sólveig Anna Bóasdóttir (Rannsóknarstofa í Kvennafræðum), 1,6 millj. kr.
     2.      Saga Matthíasar Jochumssonar – kristnin og nútíminn, Þórunn Valdimarsdóttir, 1,6 millj. kr.
     3.      Fræðileg útgáfa á sálmum og kvæðum Hallgríms Péturssonar, Svanhildur Óskarsdóttir og Margrét Eggertsdóttir (Stofnun Árna Magnússonar), 1,2 millj. kr.
     4.      Að rækta lífsgildi í lýðræðislegu þjóðfélagi. Uppeldissýn kennara, Sigrún Aðalbjarnardóttir, 1 millj. kr.
     5.      Bannfæringar á Íslandi á síðmiðöldum, Lára Magnúsardóttir, 1 millj. kr.
     6.      „Guði treysti ég!“ Rannsókn á trúarhugmyndum íslenskra kvenna á fyrri hluta 19. aldar eins og þær birtast í bréfum og öðrum frumheimildum kvenna frá þeim tíma, Karítas Kristjánsdóttir, 1 millj. kr.
     7.      Heilagra manna sögur, Sverrir Tómasson, Guðrún Nordal og Einar Sigurbjörnsson (Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands / Guðfræðistofnun Háskóla Íslands), 1 millj. kr.
     8.      Hvernig eru Evrópubúar? Fjölþjóða samanburðarrannsókn, Friðrik H. Jónsson (Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands), 1 millj. kr.
     9.      Íslensk biblíuguðfræði. Rómverjabréfið í skýringum íslenskra guðfræðinga, Clarence E. Glad, 1 millj. kr.
     10.      Jarðeignir kirkjunnar og tekjur af þeim 1000–1550, Árni Daníel Júlíusson, 1 millj. kr.
     11.      Katla gamla, Sigurður Ingi Ásgeirsson, 1 millj. kr.
     12.      Kristin trú og kvenhreyfingar, Arnfríður Guðmundsdóttir (Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands), 1 millj. kr.
     13.      Kristinréttur Árna Þorlákssonar biskups – vísindaleg útgáfa, Magnús Lyngdal Magnússon, 1 millj. kr.
     14.      Rannsókn á íslenskum söngarfi, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, 1 millj. kr.
     15.      Saga biskupsstólanna, Gunnar Kristjánsson (Skálholtsstaður), 1 millj. kr.
     16.      Suðurganga Nikulásar og pílagrímaferðir Íslendinga, Sumarliði R. Ísleifsson (Penna sf.), 1 millj. kr.
     17.      Trúarlíf Íslendinga og tækifæri kirkjunnar á nýjum tímum, Sigurður Árni Þórðarson (verkefnisstjóri Pétur Pétursson), 1 millj. kr.
     18.      Trúarmenning og siðfræði íslenskra bændakvenna á 19. öld, Inga Huld Hákonardóttir (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands), 1 millj. kr.
     19.      Trúfrelsi, þjóðkirkja, samband ríkis og kirkju 1874–1997, Sigurjón Árni Eyjólfsson, 1 millj. kr.
     20.      Trúhneigð og trúrækni ungra Íslendinga. Rannsókn á trúarlífi og áhrifum þess á andlega og félagslega velferð unglinga, Þóroddur Bjarnason og Inga Dóra Sigfúsdóttir (Rannsóknir og greining ehf.), 1 millj. kr.
     21.      Upplýsing og rómantík. Trúarleg umræða á Íslandi á fyrri hluta 19. aldar, Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, 1 millj. kr.
     22.      Þórbergur Þórðarson. Trúarviðhorf og deilur um kristindóminn, Soffía Auður Birgisdóttir, 1 millj. kr.
     23.      Þýdd guðsorðarit á Íslandi á 17. öld, Einar Sigurbjörnsson (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands), 1 millj. kr.
     24.      Saga hvítasunnuhreyfingarinnar, Michael Fitzgerald (Lindin kristileg fjölmiðlun), 1 millj. kr.
     25.      Kirkjutónlist á Íslandi, Páll Steingrímsson (Kvik kvikmyndagerð), 800 þús. kr.
     26.      Nýtt aðgengi að skjalasöfnum kirkjunnar, Björk Ingimundardóttir (Þjóðskjalasafn Íslands), 800 þús. kr.
     27.      Sálmur Hiskía. Bókmenntafræðileg rannsókn á Jesaja 38, 9–20, Jón Ásgeir Sigurvinsson, 800 þús. kr.
     28.      Sé ég eld yfir þér, Sigurður Halldórsson (Voces Thules), 800 þús. kr.
     29.      „Gömlu lögin“ við Passíusálma Hallgríms Péturssonar, Smári Ólason, 800 þús. kr.
     30.      Adrenalín gegn rasisma, Jóna Hrönn Bolladóttir, 600 þús. kr.
     31.      Fræðsluefni fyrir sumarbúðir þroskaheftra, Jóhanna I. Sigmarsdóttir (Kirkjumiðstöð Austurlands), 600 þús. kr.
     32.      Hjónanámskeið, Þórhallur Heimisson (Biskupsstofa, fræðslusvið), 600 þús. kr.
     33.      Lífsleikni og sjálfstyrking fyrir ungt fólk, Petrína Mjöll Jóhannesdóttir (Biskupsstofa, fræðslusvið), 600 þús. kr.
     34.      Nálægð Guðs í tilverunni, Gyða Karlsdóttir (Landssamband KFUM og KFUK), 600 þús. kr.
     35.      Saga KFUM og KFUK í Reykjavík 1908–1918, Þórarinn Björnsson, 600 þús. kr.
     36.      Sköpunartexti og sköpunartrú Þóris Kr. Þórðarsonar, fyrirlestrar veturinn 2003–2004, Kristinn Ólason, 600 þús. kr.
     37.      Trú og kvikmyndir. Trúar- og siðferðisstef í barnamyndum, Stefán Már Gunnlaugsson, (Deus ex cinema), 600 þús. kr.
     38.      Myndlist og tónlist í handritum Landsbókasafn Íslands, Hringur Hafsteinsson (Collegium Musicum), 600 þús. kr.
     39.      Sr. Hallgrímur Pétursson og fermingarbörn í Vatnaskógi, Halldór Elías Guðmundsson (Skógarmenn KFUM – Vatnaskógur), 600 þús. kr.
     40.      Kirkjur og dýrlingar á Íslandi á miðöldum, Margaret Cormack, 500 þús. kr.
     41.      Lífsviðhorf og gildismat unglinga, Gunnar J. Gunnarsson (Gunnar J. Gunnarsson og Gunnar Finnbogason), 500 þús. kr.
     42.      Syng mín sál með glaðværð góðri, Margrét Bóasdóttir, 500 þús. kr.
     43.      Um Auðunarstofu, Guðmundur Guðmundsson (Hólanefnd), 500 þús. kr.
     44.      Fjölþjóðasamfélagið og trúarbrögð þess, Ragnheiður Sverrisdóttir (Biskupsstofa), 400 þús. kr.
     45.      Fornir textar fá líf að nýju. Miðlun sálma og söngva úr íslenskum trúararfi, Steingrímur Þórhallsson (Neskirkja), 400 þús. kr.
     46.      Fræðsluefni fyrir þjálfun leiðtogaefna, Stefán Már Gunnlaugsson (Samráðshópur um leiðtogaefnisþjálfun), 400 þús. kr.
     47.      Gagnvirkt net-kennsluforrit um kristni á Íslandi, Sigurður Ingi Friðleifsson (Íslensk kennsluforrit ehf.), 400 þús. kr.
     48.      Guðfræði og siðfræði nýrra miðla, Irma Sjöfn Óskarsdóttir (Biskupsstofa, upplýsingasvið), 400 þús. kr.
     49.      Kirkja og skóli á 20. öld, Sigurður Pálsson, 400 þús. kr.
     50.      Kirkjunetið, Hannes Björnsson (Vindós ehf.), 400 þús. kr.
     51.      Skálholtsdiskar, Helga Ingólfsdóttir (Sumartónleikar í Skálholtskirkju), 400 þús. kr.
     52.      Glíman – óháð tímarit um guðfræði og samfélag, Stefán Karlsson, 300 þús. kr.
     53.      Í kirkju með Bjarti og Birtu, Hrafnhildur Valgarðsdóttir (KRASS ehf.), 300 þús. kr.
     54.      Íslensk-niðurlensk tengsl um kirkju og kristnihald frá öndverðu til siðaskipta, Leo J. W. Ingason, 300 þús. kr.
     55.      Íslenskt kristniboð í Eþíópíu í 50 ár, Ragnar Gunnarsson (Samband íslenskra kristniboðsfélaga), 300 þús. kr.
     56.      Útgáfa á prestastefnubók Brynjólfs Sveinssonar 1639–1674, Már Jónsson, 270 þús. kr.
     57.      Námsefni til fermingarfræðslu, Jóhann Björnsson (Siðmennt, félag um borgaralegar athafnir), 200 þús. kr.

Verkefni sem hlutu styrk árið 2004.
    Stjórn Kristnihátíðarsjóðs ákvað að styrkja eftirfarandi 50 verkefni á sviði menningar- og trúararfs árið 2004 um rúmar 41 millj. kr. Af þeim verkefnum sem fengu úthlutun höfðu 23 áður fengið styrk en 27 voru nýjar umsóknir.
     1.      Kristin trú og kvenhreyfingar, Arnfríður Guðmundsdóttir (Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands), 1,2 millj. kr.
     2.      Íslenska teiknibókin í Árnasafni, Guðbjörg Kristjánsdóttir, 1,2 millj. kr.
     3.      Kristinréttur Árna Þorlákssonar biskups – vísindaleg útgáfa, Magnús Lyngdal Magnússon, 1,2 millj. kr.
     4.      Að rækta lífsgildi í lýðræðislegu þjóðfélagi. Uppeldissýn kennara, Sigrún Aðalbjarnardóttir, 1,2 millj. kr.
     5.      Trúfrelsi, þjóðkirkja, samband ríkis og kirkju 1874–1997, Sigurjón Árni Eyjólfsson, 1,2 millj. kr.
     6.      Rannsókn og útgáfa Makkabeabóka í handriti úr safni Breska biblíufélagsins, Svanhildur Óskarsdóttir (Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi), 1,2 millj. kr.
     7.      Hvernig eru Evrópubúar? Fjölþjóða samanburðarrannsókn, Friðrik H. Jónsson (Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands), 1 millj. kr.
     8.      Rannsókn á íslenskum söngarfi, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, 1 millj. kr.
     9.      Lífsleikni í leikskóla – kennsluleiðbeiningar, Hanna Berglind Jónsdóttir (Lífsleikni í leikskóla), 1 millj. kr.
     10.      Rekstur staðar í Reykholti, Helgi Þorláksson (Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands/Stjórn Reykholtsverkefnis), 1 millj. kr.
     11.      Óratórían Cecilía, Inga Rós Ingólfsdóttir (Listvinafélag Hallgrímskirkju), 1 millj. kr.
     12.      Saga Klausturs í Kirkjubæ og trúarmenning kvenna í tengslum við það, Irma J. Erlingsdóttir í samstarfi við Hjalta Hugason (Kirkjubæjarstofa), 1 millj. kr.
     13.      Þátttaka fólks með þroskahömlun í trúarlífi samfélagsins, Kristín Björnsdóttir (Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands), 1 millj. kr.
     14.      Bragfræði helgikvæða og sálma 1550–1800, Kristján Eiríksson (Ferskeytlan ehf.), 1 millj. kr.
     15.      Siðanefndir starfsstétta, Róbert H. Haraldsson (Siðfræðistofnun), 1 millj. kr.
     16.      Katla gamla, Sigurður Ingi Ásgeirsson, 1 millj. kr.
     17.      Saltari Odds Oddssonar, Smári Ólason, 1 millj. kr.
     18.      Þing ungs fólks innan kirkjunnar 2005, Stefán Már Gunnlaugsson (Fræðslusvið Biskupsstofu), 1 millj. kr.
     19.      Suðurganga Nikulásar og pílagrímaferðir Íslendinga, Sumarliði R. Ísleifsson (Penna sf.), 1 millj. kr.
     20.      Heilagra manna sögur, Sverrir Tómasson, Guðrún Nordal og Einar Sigurbjörnsson (Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands / Guðfræðistofnun Háskóla Íslands), 1 millj. kr.
     21.      Siðfræði og samtími – fyrirlestrar og útgáfa, Vilhjálmur Árnason (Siðfræðistofnun), 1 millj. kr.
     22.      Erfiljóð frá 17. öld, Þórunn Sigurðardóttir, 1 millj. kr.
     23.      Hvers spyrja unglingar um trú? Árni Svanur Daníelsson (Upplýsingasvið Biskupsstofu), 800 þús. kr.
     24.      Útgáfa á ljóðum Jóns Arasonar biskups, Ásgeir Jónsson, 800 þús. kr.
     25.      Vídalínspostilla, íslensk alþýðutrú og óútgefnar biblíuþýðingar, Clarence E. Glad, 800 þús. kr.
     26.      Staða kennslu kristinna fræða og trúarbragðafræði í grunnskólanum, Halla Jónsdóttir, 800 þús. kr.
     27.      Altarisdúkar í íslenskum kirkjum, Jenný Karlsdóttir og Oddný E. Magnúsdóttir, 800 þús. kr.
     28.      Jóhannítar á Íslandi? Jón Ólafur Ísberg, 800 þús. kr.
     29.      Inngangsfræði og bókmenntasaga Gamla testamentisins, Kristinn Ólason, 800 þús. kr.
     30.      Kirkjur og dýrlingar á Íslandi á miðöldum, Margaret Cormack, 800 þús. kr.
     31.      Trúarlíf Íslendinga, Pétur Pétursson (verkefnisstjóri Steinunn A. Björnsdóttir), 800 þús. kr.
     32.      Þórbergur Þórðarson. Trúarviðhorf, Soffía Auður Birgisdóttir, 800 þús. kr.
     33.      Hallgrímur Pétursson og Guðríður Símonardóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, 800 þús. kr.
     34.      Íslensk miðaldaklaustur – margmiðlunardiskur, Steinunn Kristjánsdóttir (Stofnun Gunnars Gunnarssonar), 800 þús. kr.
     35.      Vísitasíubækur Brynjólfs biskups Sveinssonar, Svavar Sigmundsson (Örnefnastofnun Íslands), 800 þús. kr.
     36.      Upplýsing og rómantík. Trúarleg umræða á Íslandi á seinni hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar, Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, 800 þús. kr.
     37.      Tengsl fíkna og trúarlífs, Gunnbjörg Óladóttir, 700 þús. kr.
     38.      Sr. Hallgrímur Pétursson og fermingarbörn í Vatnaskógi, Halldór Elías Guðmundsson (Skógarmenn KFUM – Vatnaskógur), 600 þús. kr.
     39.      Trú og samkynhneigð, Jón Helgi Þórarinsson (Leikmannaskóli Þjóðkirkjunnar), 600 þús. kr.
     40.      Rauði þráðurinn, Ragnhildur Ásgeirsdóttir (Landssamband KFUM og KFUK), 600 þús. kr.
     41.      Jarðeignir kirkjunnar og tekjur af þeim 1000–1550, Árni Daníel Júlíusson, 500 þús. kr.
     42.      Biskupaleið yfir Ódáðahraun – fræðslurit, Ingvar Teitsson (Ferðafélag Íslands), 500 þús. kr.
     43.      Lífsgildi og lífsleikni, Jón Baldvin Hannesson (Giljaskóli), 500 þús. kr.
     44.      KMS – Kristur, menning, sköpun, Jóna Hrönn Bolladóttir (Miðborgarstarf KFUM og KFUK og kirkjunnar og Laugarneskirkja), 500 þús. kr.
     45.      Trúarlíf í leikskólum, Kristín Dýrfjörð, 500 þús. kr.
     46.      Útgáfa á prestastefnubók Brynjólfs Sveinssonar 1639–1674, Már Jónsson, 500 þús. kr.
     47.      Andlegir skulu í lög setja. Prestastefnur á Íslandi frá siðbreytingu til loka átjándu aldar, Skúli S. Ólafsson, 500 þús. kr.
     48.      Helstu viðburðir mannsævinnar í trúarlegu ljósi, Elsa Arnardóttir (Fjölmenningarsetur), 300 þús. kr.
     49.      Brynjólfsmessa, Hákon Leifsson (Kórar Keflavíkurkirkju, Skálholtskirkju og Grafarvogskirkju), 300 þús. kr.
     50.      Haraldur Níelsson prófessor. Ævi og starf, Pétur Pétursson, 300 þús. kr.

Verkefni sem hlutu styrk árið 2005.
    Stjórn Kristnihátíðarsjóðs ákvað að styrkja eftirfarandi 47 verkefni á sviði menningar- og trúararfs árið 2005 um rúmar 38 millj. kr. Af þeim verkefnum sem fengu úthlutun höfðu 23 áður fengið styrk en 24 voru nýjar umsóknir.
     1.      Saga biskupsstólanna Hólar – Skálholt, Gunnar Kristjánsson (Skálholtsstaður), 4,5 millj. kr.
     2.      Siðfræði og samtími, Vilhjálmur Árnason (Siðfræðistofnun), 1,2 millj. kr.
     3.      Íslenska teiknibókin í Árnasafni, Guðbjörg Kristjánsdóttir, 1,1 millj. kr.
     4.      Kristin trú og kvennahreyfingar, Arnfríður Guðmundsdóttir (Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands), 1,1 millj. kr.
     5.      Altarisdúkar í íslenskum kirkjum, Oddný E. Magnúsdóttir (Jenný Karlsdóttir), 1 millj. kr.
     6.      Eintal sálarinnar við sjálfa sig eftir Martin Moller, Einar Sigurbjörnsson (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands), 1 millj. kr.
     7.      Ferming í fjórar aldir, Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, 1 millj. kr.
     8.      Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi nútímans, Vilhjálmur Árnason (Siðfræðistofnun), 1 millj. kr.
     9.      Íslensk miðaldaklaustur – margmiðlunardiskur, Steinunn Kristjánsdóttir (Stofnun Gunnars Gunnarssonar), 1 millj. kr.
     10.      Kirkjutónlist á Íslandi, Kvik kvikmyndagerð (Páll Steingrímsson), 1 millj. kr.
     11.      Klassískir unglingar, Örn Bárður Jónsson (Neskirkja), 1 millj. kr.
     12.      Orgel í Árnesprófastsdæmi, Bjarki Sveinbjörnsson, 1 millj. kr.
     13.      Óratórían Cecilía, Inga Rós Ingólfsdóttir (Listvinafélag Hallgrímskirkju), 1 millj. kr.
     14.      Tilvist, trú og tilgangur, Sigurjón Árni Eyjólfsson, 1 millj. kr.
     15.      Trúarskoðanir Gríms Thomsens, Gylfi Gunnlaugsson, 1 millj. kr.
     16.      Þátttaka fólks með þroskahömlun í trúarlífi samfélagsins, Kristín Björnsdóttir (Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands), 1 millj. kr.
     17.      Hallgrímur Pétursson og Guðríður Símonardóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, 800 þús. kr.
     18.      Inngangsfræði og bókmenntasaga Gamla testamentisins, Kristinn Ólason, 800 þús. kr.
     19.      Menningarsetrið að Útskálum, María Hauksdóttir (Menningarsetrið að Útskálum ehf.), 800 þús. kr.
     20.      Rannsókn á íslenskum söngarfi, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, 800 þús. kr.
     21.      Saltari Odds Oddssonar, Smári Ólason, 800 þús. kr.
     22.      Tennisspaðarnir, Sigurður Ingi Ásgeirsson (Gagnvirkni sf.), 800 þús. kr.
     23.      Tóntegundabreytingar í gömlum sálmalögum. Rannsókn á sálmabókarhandriti frá um 1600 (Lbs 524 4to), Ingibjörg Eyþórsdóttir, 800 þús. kr.
     24.      Trú og samkynhneigð – guðfræðileg greinargerð, Jón Helgi Þórarinsson (Leikmannaskóli Þjóðkirkjunnar), 800 þús. kr.
     25.      Vídalínspostilla, íslensk alþýðutrú og óútgefnar biblíuþýðingar, Clarence E. Glad, 800 þús. kr.
     26.      Vísitasíubækur Brynjólfs biskups Sveinssonar, Svavar Sigmundsson (Örnefnastofnun Íslands), 800 þús. kr.
     27.      „Afmýtólógisering“ Biblíunnar? Um notkun og hlutverk goðsagna og goðsögulegra „mótífa“ í biblíulegu samhengi, Jón Ásgeir Sigurvinsson, 700 þús. kr.
     28.      Hvað er þá maðurinn? Hannes Björnsson, 700 þús. kr.
     29.      KMS – Kristur, menning, sköpun, Jóna Hrönn Bolladóttir (Miðborgarstarf KFUM og KFUK og kirkjunnar og ÆSKR), 700 þús. kr.
     30.      Kirkjur og dýrlingar á Íslandi á miðöldum, Margaret Cormack, 700 þús. kr.
     31.      Nýju sunnudagaskólalögin, Hafdís Huld Þrastardóttir, 700 þús. kr.
     32.      Ungt fólk í hjálparstarfi – gerð fræðsluefnis, Dagný Halla Tómasdóttir (Samstarfshópur um starf fyrir ungt fólk í hjálparstarfi), 700 þús. kr.
     33.      Jarðeignir kirkjunnar og tekjur af þeim 1000–1550, Árni Daníel Júlíusson, 600 þús. kr.
     34.      Próventa í klaustrum, Jón Ólafur Ísberg, 600 þús. kr.
     35.      Suðurganga Nikulásar og pílagrímaferðir Íslendinga, Sumarliði R. Ísleifsson (Penna sf.), 600 þús. kr.
     36.      Að efla siðferðilegt sjálfræði, Jóhann Björnsson (Réttarholtsskóli), 500 þús. kr.
     37.      Andlegir skulu í lög setja. Prestastefnur á Íslandi frá siðbreytingu til loka átjándu aldar, Skúli S. Ólafsson, 500 þús. kr.
     38.      Aristóteles og íslenska lífsleiknin, Kristján Kristjánsson, 500 þús. kr.
     39.      Áhrif byggingarlags íslensku dómkirknanna á aðrar kirkjur í landinu á fyrri öldum, Guðrún Harðardóttir, 500 þús. kr.
     40.      Bragfræði helgikvæða og sálma 1550–1800 , Kristján Eiríksson (Ferskeytlan ehf.), 500 þús. kr.
     41.      Formálar Lúthers að Biblíunni, Árni Svanur Daníelsson (Hið íslenska bókmenntafélag), 500 þús. kr.
     42.      Hvað þurfum við að vita um íslam? Magnús Þorkell Bernharðsson (Þórir Jónsson Hraundal), 500 þús. kr.
     43.      Laufás: Kirkjur, Gunnar Harðarson (Hið íslenska bókmenntafélag), 500 þús. kr.
     44.      Ráðstefna um Hallgrím Pétursson og samtíð hans, Margrét Eggertsdóttir, 500 þús. kr.
     45.      Sr. Hallgrímur og fermingarbörnin í Vatnaskógi, Ármann Hákon Gunnarsson (Skógarmenn KFUM – Vatnaskógur), 500 þús. kr.
     46.      Stúdentar heiðra minningu Fjölnismanna, Guðni Már Harðarson (Kristilegt stúdentafélag), 500 þús. kr.
     47.      Kristur, kirkja og kvikmyndir, Sigurður Árni Þórðarson (Neskirkja), 300 þús. kr.
Verkefni Kristnihátíðarsjóðs á sviði fornleifarannsókna.
    Verkefni Kristnihátíðarsjóðs á sviði fornleifarannsókna sem ákveðið var að styrkja árin 2003–2005 voru mun færri en á sviði menningar- og trúararfs, eða níu talsins. Vel hefur þó tekist að veita styrki í anda laganna um Kristnihátíðarsjóð. Kveðið var á um að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, á Þingvöllum, í Skálholti og á Hólum í Hjaltadal. Það hefur nú verið gert á öllum stöðum. Klaustur skyldu rannsökuð. Nunnuklaustrið á Kirkjubæjarklaustri og munkaklaustrið á Skriðu í Fljótsdal hafa hlotið styrk. Kirkjustaðir skyldu einnig rannsakaðir. Reykholt í Borgarfirði fékk framhaldsstyrk 2002 og árið 2001 rann styrkur til Laufáss í Eyjafirði. Loks lagði Alþingi til að aðrir mikilvægir sögustaðir skyldu rannsakaðir og varð hinn forni verslunarstaður á Gásum í Eyjafirði fyrir valinu.
    Hingað til hafa allir íslenskir fornleifafræðingar sótt menntun sína til útlanda. Haustið 2002 hófst hins vegar í fyrsta sinn kennsla í fornleifafræði við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Námið hefur mælst vel fyrir og í desember 2005 höfðu níu útskrifast með BA-próf og þrír með meistarapróf. Nú eru 47 nemendur við nám á BA stigi, 11 í meistaranámi og einn í doktorsnámi. Doktorsritgerðir við erlenda háskóla eru einnig í smíðum og nánast öll verkefnin tengjast uppgreftri sem styrktur var af Kristnihátíðarsjóði. Það er ánægjuefni að í nánast öllum þeim verkefnum, sem Kristnihátíðarsjóður styrkti, fengu ungir vísindamenn þjálfun á vettvangi. Sérstakt vettvangsnámskeið var m.a. sett á laggirnar í tengslum við Hólarannsóknina í samvinnu við Hólaskóla og Háskóla Íslands. Það var auk þess fagnaðarefni hversu alþjóðleg rannsóknarteymin voru með virkri þátttöku innlendra og erlendra sérfræðinga.
    Rétt er að vekja athygli á að flestir verkefnastjórar í fornleifahluta Kristnihátíðarsjóðs kynntu verkefni sín rækilega fyrir almenningi, bæði með skipulagðri fræðslu á rannsóknarsvæðum og sýningum á þeim forngripum og mannvirkjum sem komið hafa í ljós við rannsóknirnar. Börnin gleymdust heldur ekki, fornleifaskóli barnanna starfaði á Þingvöllum og í Skálholti var börnum boðið að upplifa uppgröft af eigin raun undir handleiðslu fornleifafræðinga. Sérstök moldarhrúga var útbúin og „forngripir“ faldir í moldinni. Verkefnisstjórar hafa einnig skýrt fagráðinu í fornleifafræði frá því hvernig þeir hyggjast ganga frá uppgraftarsvæðunum í lok næsta sumars – bæði til að varðveita það sem fundist hefur og gera þessa staði aðgengilega fyrir almenning.
    Framlag Alþingis til fornleifarannsókna á Íslandi hefur valdið byltingu í fornleifafræðirannsóknum hér á landi. Niðurstöðurnar hafa nú þegar og munu í framtíðinni færa okkur dýrmætar og ómetanlegar upplýsingar um sögu okkar þjóðar og opna þar nýja sýn.

Verkefni sem hlutu styrk árið 2003.
    Stjórn Kristnihátíðarsjóðs ákvað að styrkja eftirfarandi níu verkefni á sviði fornleifarannsókna árið 2003 um tæpar 52 millj. kr. Af þeim verkefnum sem fengu úthlutun höfðu átta áður fengið styrk en eitt nýtt bættist við.
     1.      Hólarannsókn. Umsækjendur eru Ragnheiður Traustadóttir, Hólaskóli, Byggðasafn Skagfirðinga og Þjóðminjasafn Íslands. Verkefnisstjóri er Ragnheiður Traustadóttir. Styrkupphæð er 11 millj. kr.
     2.      Skálholt – höfuðstaður Íslands í 700 ár. Umsækjandi er Fornleifastofnun Íslands. Verkefnisstjóri er Mjöll Snæsdóttir. Styrkupphæð er 10 millj. kr.
     3.      Rannsókn á rústum nunnuklaustursins á Kirkjubæ. Umsækjandi er Kirkjubæjarstofa. Verkefnisstjóri er Bjarni F. Einarsson. Styrkupphæð er 7 millj. kr.
     4.      Skriðuklaustur – híbýli helgra manna. Umsækjandi er Skriðuklausturrannsóknir. Verkefnisstjóri er Steinunn Kristjánsdóttir. Styrkupphæð er 7 millj. kr.
     5.      Þingvellir og þinghald til forna. Umsækjandi er Fornleifastofnun Íslands (í umboði Þingvallanefndar). Verkefnisstjóri er Adolf Friðriksson. Styrkupphæð er 5 millj. kr.
     6.      Þverfaglegar rannsóknir og kynning á Gásum í Eyjafirði. Umsækjandi er Minjasafnið á Akureyri ásamt Þjóðminjasafni Íslands. Verkefnisstjóri er Guðrún M. Kristinsdóttir. Styrkupphæð er 4,5 millj. kr.
     7.      Rannsókn kirkjunnar í Reykholti. Umsækjendur eru Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifastofnun Íslands. Verkefnisstjóri er Guðrún Sveinbjarnardóttir. Styrkupphæð er 4 millj. kr.
     8.      Kuml og samfélag. Umsækjandi og verkefnisstjóri er Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands. Styrkupphæð er 2 millj. kr.
     9.      Úrvinnsla og greining beina úr kirkjugarðinum í Keldudal, Hegranesi. Umsækjandi er Byggðasafn Skagfirðinga. Verkefnisstjóri er Guðný Zoëga. Styrkupphæð er 1,2 millj. kr.

Verkefni sem hlutu styrk árið 2004.
    Stjórn Kristnihátíðarsjóðs ákvað að styrkja eftirfarandi níu verkefni á sviði fornleifarannsókna árið 2004 um tæpar 52 millj. kr. Öll verkefnin sem fengu úthlutun höfðu hlotið styrk áður.
     1.      Hólarannsókn. Umsækjendur eru Hólaskóli, Byggðasafn Skagfirðinga og Þjóðminjasafn Íslands. Verkefnisstjóri er Ragnheiður Traustadóttir. Styrkupphæð er 11 millj. kr.
     2.      Skálholt – höfuðstaður Íslands í 700 ár. Umsækjandi er Fornleifastofnun Íslands. Verkefnisstjóri er Mjöll Snæsdóttir. Styrkupphæð er 9 millj. kr.
     3.      Rannsókn á rústum nunnuklaustursins á Kirkjubæ. Umsækjandi er Kirkjubæjarstofa. Verkefnisstjóri er Bjarni F. Einarsson. Styrkupphæð er 7,2 millj. kr.
     4.      Skriðuklaustur – híbýli helgra manna. Umsækjandi er félagið Skriðuklaustursrannsóknir. Verkefnisstjóri er Steinunn Kristjánsdóttir. Styrkupphæð er 7,2 millj. kr.
     5.      Þingvellir og þinghald til forna. Umsækjandi er Fornleifastofnun Íslands (í umboði Þingvallanefndar). Verkefnisstjórar eru Adolf Friðriksson og Sigurður Líndal. Styrkupphæð er 6,3 millj. kr.
     6.      Rannsókn kirkjunnar í Reykholti. Umsækjendur eru Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifastofnun Íslands. Verkefnisstjóri er Guðrún Sveinbjarnardóttir. Styrkupphæð er 4,2 millj. kr.
     7.      Þverfaglegar rannsóknir og kynning á Gásum í Hörgárbyggð. Umsækjandi er Minjasafnið á Akureyri ásamt Þjóðminjasafni Íslands. Verkefnisstjóri er Guðrún M. Kristinsdóttir. Styrkupphæð er 4 millj. kr.
     8.      Kuml og samfélag. Umsækjandi og verkefnisstjóri er Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands. Styrkupphæð er 2 millj. kr.
     9.      Úrvinnsla og greining beina úr kirkjugarðinum í Keldudal, Hegranesi. Umsækjandi er Byggðasafn Skagfirðinga. Verkefnisstjóri er Guðný Zoëga. Styrkupphæð er 800 þús. kr.

Verkefni sem hlutu styrk árið 2005.
    Stjórn Kristnihátíðarsjóðs ákvað að styrkja eftirfarandi níu verkefni á sviði fornleifarannsókna árið 2005 um rúmar 57 millj. kr. Engin ný verkefni hlutu styrk þetta árið.
     1.      Hólarannsókn. Umsækjendur eru Ragnheiður Traustadóttir, Hólaskóli, Byggðasafn Skagfirðinga og Þjóðminjasafn Íslands. Verkefnisstjóri er Ragnheiður Traustadóttir. Styrkupphæð er 12 millj. kr.
     2.      Skálholt – höfuðstaður Íslands í 700 ár. Umsækjandi er Fornleifastofnun Íslands. Verkefnisstjóri er Mjöll Snæsdóttir. Styrkupphæð er 10 millj. kr.
     3.      Rannsókn á rústum nunnuklaustursins á Kirkjubæ. Umsækjandi er Kirkjubæjarstofa. Verkefnisstjóri er Bjarni F. Einarsson. Styrkupphæð er 8,2 millj. kr.
     4.      Skriðuklaustur – híbýli helgra manna. Umsækjandi er félagið Skriðuklaustursrannsóknir. Verkefnisstjóri er Steinunn Kristjánsdóttir. Styrkupphæð er 8,2 millj. kr.
     5.      Þingvellir og þinghald til forna. Umsækjandi er Fornleifastofnun Íslands (í umboði Þingvallanefndar). Verkefnisstjórar eru Adolf Friðriksson og Sigurður Líndal. Styrkupphæð er 7 millj. kr.
     6.      Rannsókn kirkjunnar í Reykholti. Umsækjendur eru Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifastofnun Íslands. Verkefnisstjóri er Guðrún Sveinbjarnardóttir. Styrkupphæð er 4,7 millj. kr.
     7.      Þverfaglegar rannsóknir og kynning á Gásum í Eyjafirði. Umsækjandi er Minjasafnið á Akureyri ásamt Þjóðminjasafni Íslands. Verkefnisstjóri er Guðrún M. Kristinsdóttir. Styrkupphæð er 4,5 millj. kr.
     8.      Kuml og samfélag. Umsækjandi og verkefnisstjóri er Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands. Styrkupphæð er 2,2 millj. kr.
     9.      DNA-greining á beinagrindum frá Keldudal. Umsækjandi er Byggðasafn Skagfirðinga og Forskningslaboratoriet, Retsmedicinsk Institut, Kaupmannahafnarháskóla. Verkefnisstjóri er Margrét Ásta Kristinsdóttir. Styrkupphæð er 800 þús. kr.

Töluleg samantekt.

Fjöldi umsókna og verkefna.


2001 2002 2003 2004 2005
Fjöldi umsókna
Menningar- og trúararfur 139 115 128 98 73
Fornleifarannsóknir 29 17 10 16 9
Alls 168 132 138 114 82
Fjöldi verkefna sem fengu styrk
Menningar- og trúararfur 43 47 57 50 47
Fornleifarannsóknir 8 8 9 9 9
Alls 51 55 66 59 56

Styrkupphæðir, millj. kr.

2001 2002 2003 2004 2005
Upphæðir sem sótt var um
Menningar- og trúararfur 270 260 196 134
Fornleifarannsóknir 162 121 130 116,5
Alls 690 432 381 326 250,5
Upphæðir sem úthlutað var
Menningar- og trúararfur 48,6 43,6 42,3 41,3 38,2
Fornleifarannsóknir 48 50,5 51,7 51,7 57,6
Alls 96,6 94,1 94 93 95,8

Verkefnisstjórnir, skipt eftir kyni.


    2001     2002     2003     2004     2005
kk. kvk. kk. kvk. kk. kvk. kk. kvk. kk. kvk.
Menningar- og trúararfur 24 19 26 21 36 21 29 21 31 16
Fornleifarannsóknir 3 5 3 5 3 6 3 6 3 6
Alls 27 24 29 26 39 27 32 27 34 22
53% 47% 53% 47% 59% 41% 54% 46% 61% 39%

Lok starfs Kristnihátíðarsjóðs.
    Í tilefni af síðustu úthlutun sjóðsins 1. desember 2005 ákvað stjórn Kristnihátíðarsjóðs að efna til ráðstefnu sem bar heitið „Hin forna framtíð“ og var haldin 1. og 2. desember 2005 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Samnefnd sýning var einnig opnuð í bókasal Þjóðmenningarhússins við úthlutunina og stóð hún í tæpa þrjá mánuði frá 1. desember. Þar mátti sjá sýnishorn af árangri fornleifarannsóknanna sem sjóðurinn styrkti ásamt kynningu á fjölda annarra rannsókna á menningar- og trúarlífi þjóðarinnar. Jafnframt var ákveðið að gefa út rit sem ber sama titil eða „Hin forna framtíð: Verkefni styrkt af Kristnihátíðarsjóði 2001–2005“ en þar er að finna m.a. stuttar lýsingar á flestum þeim verkefnum sem sjóðurinn hefur styrkt, sum að fullu, önnur að minni hluta.
    Skipunartíma stjórnar Kristnihátíðarsjóðs og verkefnisstjóra sjóðsins lauk 31. desember 2005. Samkvæmt 5. gr. laga nr. 12/2001, um Kristnihátíðarsjóð, skulu þeir sem fá fé úr Kristnihátíðarsjóði gera grein fyrir framvindu verkefna og ráðstöfun fjár samkvæmt nánari reglum sjóðstjórnar. Verði misbrestur á, eða önnur skilyrði stjórnar fyrir styrkveitingu eru ekki uppfyllt, er henni heimilt að stöðva greiðslur eða eftir atvikum fara fram á endurgreiðslu styrksins. Til að tryggja umsjón styrkveitinga eftir að skipunartíma stjórnar sjóðsins lauk ákvað forsætisráðherra að skipa nefnd til að fylgja eftir framvindu verkefna sem hlutu styrk úr Kristnihátíðarsjóði 1. desember 2005 og ráðstöfun fjár í samræmi við ákvæði 11. og 12. gr. reglugerðar um Kristnihátíðarsjóð og reglur stjórnar Kristnihátíðarsjóðs þar að lútandi.
    Nefndina skipa Anna Soffía Hauksdóttir prófessor, formaður, Anna Agnarsdóttir prófessor, Guðmundur H. Frímannsson deildarforseti, Guðmundur Hálfdánarson prófessor og Þorsteinn Gunnarsson rektor. Skipunartími nefndarinar er til 31. desember 2006.
    Það er ánægjuefni að greina frá því að þó svo að hlutverki Kristnihátíðarsjóðs sé lokið munu verkefni fornleifahlutans áfram njóta liðsinnis hins opinbera. Að tillögu ríkisstjórnarinnar verður í fjárlögum áranna 2006–2008 samtals 60 millj. kr. varið til forvörslu og undirbúnings sýninga á niðurstöðum fornleifarannsókna sem styrktar hafa verið úr Kristnihátíðarsjóði.

Lokaorð.
    Tilkoma Kristnihátíðarsjóðs markaði tímamót í fræðslu og rannsóknum á menningar- og trúararfi þjóðarinnar, sem og í fornleifarannsóknum. Lög og fjárveitingar til sjóðsins bera vott um stórhug og framsýni, sem hvetur þá sem vinna á þessum sviðum til dáða og góðra verka, sem munu miðla og gagnast í samtíð og framtíð. Sjóðurinn hefur styrkt yfir 150 verkefni og eru stærstu styrkir sjóðsins með þeim hæstu sem úthlutað hefur verið á Íslandi til rannsókna- og fræðistarfa. Grettistaki hefur verið lyft á sviði fornleifarannsókna á Íslandi og á mörgum sviðum hug- og félagsvísinda.
    Verkefnissvið sjóðsins var vítt og spannaði allt frá lífi íslenskra fornmanna til lífsleikni nútímamannsins sem þarf oft og tíðum að vera ærin en þó sennilega hvorki meiri né minni en lífsleikni fornmannsins. Það er e.t.v. alrangt, en lýsir um leið vissri þröngsýni nútímamannsins, að halda að lífinu sé vandlifaðra en áður, hver tími færir ný vandamál til að takast á við.
    Fimm ár er ekki langur tími í sögu lands og þjóðar, en þau hafa verið drjúg í starfi Kristnihátíðarsjóðs. Þau hafa breytt sýn okkar á söguna með nýjum uppgötvunum og rannsóknum – opnað nýjar víddir í sögu lands og þjóðar.
    Stjórn sjóðsins þakkar öllum þeim sem koma að starfi sjóðsins samstarfið og Alþingi Íslendinga traustið.