Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 674. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 986  —  674. mál.Fyrirspurntil fjármálaráðherra um skerðingu á vaxtabótum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.


     1.      Hvað skerðast vaxtabætur mikið milli tekjuáranna 2004 og 2005 vegna breytinga á fasteignamati á sl. ári og hvaða áhrif hefur skerðingin á greiðslu vaxtabóta í ágúst næstkomandi? Óskað er eftir að sýnd verði í fjárhæðum dæmi sem gefi glögga mynd af breytingunni milli ólíkra tekju- og eignahópa, einstaklinga annars vegar og hjóna hins vegar.
     2.      Hvað skerðast vaxtabætur mikið milli tekjuáranna 2004 og 2005 við álagningu nú í ágúst vegna breytinga sem gerðar hafa verið á ákvæðum um vaxtabætur í tekjuskattslögum á árunum 2004 og 2005? Óskað er eftir að sýnd verði í fjárhæðum dæmi sem gefi glögga mynd af skerðingunni milli ólíkra tekju- og eignahópa, einstaklinga annars vegar og hjóna hins vegar. Þá er óskað eftir að útreikningar í 1. og 2. lið nái til sömu tekju- og eignahópa og að sýnd verði einnig samandregin niðurstaða á áhrifum skerðingar fyrir þessa hópa.
     3.      Hvað áhrif hefur skerðing vaxtabóta álagningarárin 2005 og 2006 á tekjur ríkissjóðs?
     4.      Eru fyrirhugaðar breytingar á vaxtabótakerfinu? Ef svo er, hvaða breytingar eru það og hvenær má vænta þeirra?


Skriflegt svar óskast.