Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 768. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1121  —  768. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um störf í álverum.

Frá Ögmundi Jónassyni.



     1.      Hve mörgum störfum er gert ráð fyrir við álver við Húsavík og hve mörgum störfum við stækkun álversins í Straumsvík, ef af verður?
     2.      Hve mörg störf má ætla að tapist vegna ruðningsáhrifa og verri skilyrða í öðrum greinum?
     3.      Er gert ráð fyrir að afleidd störf séu fleiri í tengslum við álframleiðslu en í öðrum greinum, svo sem sjávarútvegi, heilsutengdri ferðaþjónustu, rannsóknum og hátæknistarfsemi?
     4.      Á hvaða forsendum hvíla fullyrðingar ráðherra um að hagvöxtur verði 5–6% meiri en ella og tekjur ríkissjóðs 10–15 milljörðum kr. meiri ef af fyrrnefndum álversframkvæmdum verður?


Skriflegt svar óskast.