Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 542. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1144  —  542. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um samstarf til að styrkja rannsóknir á hvalastofnum í Norður-Atlantshafi.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins.
    Málið var sent til umsagnar og bárust umsagnir frá Hafrannsóknastofnuninni, Náttúrufræðistofnun Íslands og Norðursiglingu.
    Með tillögunni er lagt til að ríkisstjórninni verði falið að efna til samstarfs við landsstjórnir Færeyja og Grænlands til að styrkja rannsóknir á hvalastofnum í Norður-Atlantshafi. Með ályktun nr. 3/2005 sem samþykkt var á ársfundi Vestnorræna ráðsins 22.–24. ágúst 2005 voru ríkisstjórn Íslands og landsstjórnir Færeyja og Grænlands hvattar til að efna til samstarfs um að styrkja rannsóknir á hvalastofnum í Norður-Atlantshafi og að tryggja með talningu raunhæfar upplýsingar um stofnstærðir hvala í Norður-Atlantshafi hvort sem um er að ræða friðaðar eða kvótaveiddar tegundir.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 5. apríl 2006.



Halldór Blöndal,


form., frsm.


Össur Skarphéðinsson.


Magnús Stefánsson.



Drífa Hjartardóttir.


Jón Gunnarsson.


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.