Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 331. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1147  —  331. mál.
Breytingartillögurvið frv. til laga um Stofnun íslenskra fræða – Árnastofnun.

Frá menntamálanefnd.     1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Stofnun íslenskra fræða – Árnastofnun“ í greininni og sömu orða hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi, í viðeigandi beygingarfalli: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
                  b.      Við 2. málsl. bætist: og er hluti af fræðasamfélagi hans.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      1. málsl. orðist svo: Hlutverk Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að vinna að rannsóknum í íslenskum fræðum og skyldum fræðigreinum, einkum á sviði íslenskrar tungu og bókmennta, að miðla þekkingu á þeim fræðum og varðveita og efla þau söfn sem henni eru falin eða hún á.
                  b.      Við a-lið bætist: og gera þessi gögn aðgengileg fyrir fræðimenn og almenning.
                  c.      Við c-lið bætist: þar á meðal um íðorð og nýyrði.
                  d.      Við d-lið bætist: og taka þátt í samstarfi um kennslu í íslensku og íslenskum fræðum erlendis.
                  e.      Í stað orðsins „lýsandi“ í e-lið komi: og.
                  f.      Orðin „og nafnaskrár, auk leiðbeinandi orðabóka“ í e-lið falli brott.
     3.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðanna „hugvísindadeildar Háskóla Íslands“ í lokamálslið 1. mgr. komi: húsþings.
                  b.      Við bætist ný málsgrein sem verði 2. mgr., svohljóðandi:
                     Um hæfi dómnefndarmanna og störf dómnefndar fer eftir hliðstæðum reglum og við ráðningu sérfræðinga og kennara við Háskóla Íslands.
                  c.      1. málsl. 2. mgr., sem verði 3. mgr., orðist svo: Forstöðumaður stjórnar starfsemi og rekstri stofnunarinnar.
     4.      Við 5. gr.
                  a.      Orðin „sem gegna ekki starfi við Háskóla Íslands“ í 2. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  b.      Orðið „faglegrar“ í 2. mgr. falli brott.
                  c.      Við bætist tvær nýjar málsgreinar er orðist svo:
                     Þeir sem ráðnir eru til rannsóknarstarfa við stofnunina mynda húsþing sem forstöðumaður kallar saman og starfar í samræmi við nánari ákvæði reglugerðar.
                     Menntamálaráðherra kveður á um skipulag stofnunarinnar í reglugerð að fenginni tillögu forstöðumanns og umsögnum stjórnar og húsþings.
     5.      Röð greinanna breytist þannig að 4. gr. verði 5. gr. og 5. gr. verði 4. gr.
     6.      7. gr. orðist svo:
             Við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum skulu vera tvær sérstakar rannsóknarstöður. Skal önnur vera sérstaklega tengd nafni Árna Magnússonar en hin með sama hætti tengd nafni Sigurðar Nordals. Forstöðumaður getur að fenginni umsögn húsþings ráðið í þessar stöður til tiltekins tíma án þess að þær séu auglýstar lausar til umsóknar.
     7.      Við 8. gr.
                  a.      Í stað orðsins „menntamálaráðherra“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: forstöðumaður.
                  b.      Í stað orðanna „hugvísindadeildar Háskóla Íslands“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: húsþings.
                  c.      Í stað orðanna „einn án tilnefningar“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: einn samkvæmt tilnefningu menntamálaráðherra.
                  d.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, 4. málsl., er orðist svo: Forstöðumaður skal leita umsagnar húsþings við ráðningu til rannsóknarstarfa.
                  e.      Við bætist ný málsgrein, 2. mgr., er orðist svo:
                     Starfsheiti þeirra sem ráðnir eru til rannsóknarstarfa skulu vera rannsóknarlektor, rannsóknardósent og rannsóknarprófessor.
     8.      9. gr. orðist svo:
             Menntamálaráðherra skipar Íslenska málnefnd og er skipunartími nefndarinnar fjögur ár. Í Íslenskri málnefnd eiga sæti 15 menn. Hver eftirtalinna tilnefnir einn mann í nefndina: háskólaráð Háskóla Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands, Kennaraháskóli Íslands, hugvísindadeild Háskóla Íslands, Ríkisútvarpið, Þjóðleikhúsið, Samtök móðurmálskennara, Rithöfundasamband Íslands, Blaðamannafélag Íslands, orðanefndir og Hagþenkir. Menntamálaráðherra skipar tvo nefndarmenn án tilnefningar og skal annar vera formaður og hinn varaformaður. Íslensk málnefnd skiptir með sér verkum.
             Hlutverk Íslenskrar málnefndar er að veita stjórnvöldum ráðgjöf um málefni íslenskrar tungu og gera tillögur til menntamálaráðherra um málstefnu, auk þess að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu. Málnefndin getur átt frumkvæði að ábendingum um það sem vel er gert og það sem betur má fara við meðferð íslenskrar tungu á opinberum vettvangi. Íslensk málnefnd semur íslenskar ritreglur sem gilda m.a. um stafsetningarkennslu í skólum og menntamálaráðherra gefur út. Grundvallarbreytingar á ritreglum eru háðar samþykki menntamálaráðherra.
            Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er skrifstofa Íslenskrar málnefndar.
     9.      Við ákvæði til bráðabrigða.
                  a.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, 2. málsl., er orðist svo: Þeir skulu þó vera forstöðumanni sem skipaður verður skv. 4. mgr. til aðstoðar og starfa þannig áfram við stofnunina til 31. október 2006.
                  b.      Á eftir orðunum „Stofnun íslenskra fræða – Árnastofnun“ í 3. málsl. 2. mgr. komi: frá og með 1. nóvember 2006.
                  c.      Við bætist ný málsgrein, 3. mgr., er orðist svo:
                     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 5. gr. laga þessara skal hugvísindadeild Háskóla Íslands, í stað húsþings, tilnefna einn mann í dómnefnd til að meta hæfi forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum vegna skipunar hans í embætti skv. 4. mgr.
                  d.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, 2. málsl., er orðist svo: Dómnefnd skv. 5. gr. skal einnig skipuð eigi síðar en 1. júní 2006 til að meta hæfi umsækjenda um starf forstöðumanns.
     10.      Fyrirsögn frumvarpsins verður: Frumvarp til laga um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.