Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 642. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1156  —  642. mál.
Svarfjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um kostnað við svonefnt Baugsmál.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvernig skiptist heildarkostnaður ríkisins af rannsókn svonefnds Baugsmáls, sundurliðað eftir verkefnum eftirtalinna aðila:
              a.      samkeppnisyfirvalda,
              b.      lögregluyfirvalda,
              c.      héraðsdóms,
              d.      annarra?
     2.      Hver má áætla að kostnaðurinn verði ef málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar?


    Fjárhagsbókhald ríkissjóðs er sundurliðað á stofnanir og einstakar deildir stofnana eftir því sem við á. Fjárhagsbókhaldið hefur ekki að geyma sundurliðanir á einstök verkefni.
    Samkvæmt framansögðu er því ekki unnt að veita svör við fyrirspurninni.