Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 699. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1202  —  699. mál.
Svarutanríkisráðherra við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar um varnarmálanefnd.

     1.      Hvert er hlutverk varnarmálanefndar?
    Varnarmálanefnd er skipuð af utanríkisráðherra á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá 1951. Fundir nefndarinnar hafa verið vettvangur samskipta við varnarliðið þar sem formlegar ákvarðanir voru staðfestar. Vegna þeirra breytinga sem fyrirsjáanlegar eru varðandi varnarliðið má gera ráð fyrir að breyting verði fljótlega gerð á skipan og stöðu varnarmálanefndar.

     2.      Hverjir sitja í nefndinni?
    Skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu er jafnan formaður nefndarinnar (ólaunað). Núverandi nefndarmenn eru Jón Egill Egilsson (formaður), Sigurjón Örn Þórsson, Páll Jónsson, Finnbogi Björnsson, Jón Norðfjörð og Björgvin Njáll Ingólfsson.

     3.      Hve marga fundi hefur nefndin haldið síðan í maí 2003?
    Frá því í maí 2003 hefur verið einn fundur í varnarmálanefnd. Ekki hafa verið haldnir fundir í nefndinni meðan viðræður hafa staðið yfir milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um varnarsamstarf ríkjanna.

     4.      Hver var kostnaður við nefndina árin 2003, 2004 og 2005?
    Kostnaður vegna nefndarinnar hefur verið eftirfarandi:
2003 1.870.631 kr.
2004 1.898.618 kr.
2005 1.946.965 kr.