Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 798. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1256  —  798. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um neysluviðmiðun.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



     1.      Hvað líður störfum starfshóps sem skipaður var til þess að hafa umsjón með forkönnun á framkvæmd neysluviðmiðunar og ljúka átti störfum í árslok 2005?
     2.      Hvenær verða lagðar fyrir Alþingi niðurstöður könnunar á notkun neysluviðmiðana í nágrannalöndum Íslendinga ásamt mati á því hvort ástæða sé til þess að samræma slíkar neysluviðmiðanir hér á landi, sbr. ályktun Alþingis frá 19. maí 2001?


Skriflegt svar óskast.