Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 705. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1267  —  705. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Adolfs H. Berndsen um fjölda ríkisstarfsmanna.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margir ríkisstarfsmenn eru í hverju sveitarfélagi landsins með 300 íbúa eða fleiri og hvert er hlutfall þeirra af íbúafjölda viðkomandi sveitarfélags?

    Í töflunni er listi yfir sveitarfélög með yfir 300 íbúa og fjölda starfsmanna ríkisins í hverju þeirra. Einnig er íbúatala þeirra birt ásamt hlutfalli starfsmannanna af íbúafjölda. Stuðst er við sveitarfélagalista með íbúatölum frá Hagstofu Íslands frá desember 2005. Launagögn eru fjöldi ársverka í dagvinnu greidd sem almenn mánaðarlaun úr launakerfi Fjársýslu ríkisins 2005 auk sambærilegra gagna frá heilbrigðisstofnunum utan Reykjavíkur.

Sveitarfélag Íbúar alls Fjöldi ríkisstarfsmanna Hlutfall
af íbúum
Reykjavík 114.968 10.224 8,89%
Kópavogur 26.512 587 2,21%
Seltjarnarnes 4.471 28 0,63%
Garðabær 9.444 87 0,92%
Hafnarfjörður 22.498 314 1,39%
Sveitarfélagið Álftanes 2.205 0 0,00%
Mosfellsbær 7.165 24 0,33%
Reykjanesbær 11.367 301 2,65%
Grindavíkurbær 2.614 2 0,07%
Sandgerði 1.538 0 0,00%
Sveitarfélagið Garður 1.377 1 0,07%
Sveitarfélagið Vogar 1.019 0 0,00%
Akranes 5.786 125 2,16%
Borgarfjarðarsveit 736 7 0,99%
Borgarbyggð 2.720 85 3,12%
Grundarfjarðarbær 975 26 2,69%
Stykkishólmur 1.166 22 1,90%
Snæfellsbær 1.731 6 0,35%
Dalabyggð 639 13 2,07%
Bolungarvík 920 7 0,77%
Ísafjarðarbær 4.108 120 2,91%
Tálknafjarðarhreppur 302 0 0,00%
Vesturbyggð 964 15 1,55%
Hólmavíkurhreppur (eftir 2001) 446 8 1,89%
Siglufjörður 1.352 16 1,18%
Sveitarfélagið Skagafjörður 4.106 125 3,04%
Húnaþing vestra 1.174 3 0,28%
Blönduóssbær 903 16 1,77%
Höfðahreppur 545 1 0,18%
Húnavatnshreppur 405 1 0,25%
Akureyri 16.756 456 2,72%
Húsavíkurbær 2.370 41 1,73%
Ólafsfjarðarbær 944 6 0,64%
Dalvíkurbyggð 1.924 14 0,71%
Eyjafjarðarsveit 981 4 0,41%
Hörgárbyggð 397 0 0,00%
Svalbarðsstrandarhreppur 383 0 0,00%
Grýtubakkahreppur 367 1 0,27%
Skútustaðahreppur 429 2 0,47%
Þingeyjarsveit 687 9 1,27%
Öxarfjarðarhreppur 328 2 0,61%
Þórshafnarhreppur 417 2 0,48%
Seyðisfjörður 736 17 2,25%
Fjarðabyggð 3.907 38 0,98%
Vopnafjarðarhreppur 726 4 0,58%
Fljótsdalshreppur 376 1 0,27%
Djúpavogshreppur 454 1 0,27%
Austurbyggð 859 10 1,13%
Fljótsdalshérað 3.990 121 3,03%
Sveitarfélagið Hornafjörður 2.181 17 0,77%
Vestmannaeyjar 4.172 66 1,58%
Sveitarfélagið Árborg 6.987 260 3,72%
Mýrdalshreppur 504 8 1,53%
Skaftárhreppur 491 2 0,45%
Rangárþing eystra 1.669 16 0,93%
Rangárþing ytra 1.454 49 3,39%
Hrunamannahreppur 766 1 0,13%
Hveragerði 2.084 2 0,08%
Sveitarfélagið Ölfus 1.794 1 0,07%
Grímsnes- og Grafningshreppur 358 1 0,28%
Skeiða- og Gnúpverjahreppur 521 1 0,19%
Bláskógabyggð 924 25 2,73%
295.092 13.342 4,52%