Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 653. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1294  —  653. mál.




Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Jóns Kr. Ólafssonar um Menntaskólann í Kópavogi og ógreiddar verðbætur.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hafa verið teknar ákvarðanir af hálfu ráðuneytisins um að greiða Kópavogsbæ uppsafnaðar ógreiddar verðbætur að fjárhæð 48.100.000 kr. vegna Menntaskólans í Kópavogi sem rekja má til fjögurra samninga um byggingu verknámshúss við skólann?

    Ráðuneytinu er ekki kunnugt um neinar uppsafnaðar og ógreiddar verðbætur vegna samninga ríkisins við Kópavogskaupstað um nýbyggingar Menntaskólans í Kópavogi. Engar kröfur þar að lútandi hafa borist frá Kópavogsbæ, enda talið að allur umsaminn kostnaðarhlutur ríkisins sé að fullu greiddur. Komi hins vegar í ljós að einhvers konar mistök hafi orðið í uppgjöri vegna bygginga skólans verður að sjálfsögðu brugðist við því.