Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 707. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1465  —  707. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um Flugmálastjórn Íslands.

Frá meiri hluta samgöngunefndar.    Nefndin hefur fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur og Jón Eðvald Malmquist frá samgönguráðuneytinu, Hilmar B. Baldursson, viðskiptafræðing og flugstjóra, Gunnar Finnsson rekstrarhagfræðing, Ólaf Sveinsson hagverkfræðing, Andra Árnason hæstaréttarlögmann, Þorgeir Pálsson flugmálastjóra, Loft Jóhannsson og Ástráð Haraldsson frá Félagi íslenskra flugumferðarstjóra og Hallgrím Hallgrímsson frá Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins.
    Jafnframt bárust nefndinni skriflegar umsagnir um málið frá Byggðastofnun, Flugmálastjórn, Icelandair og Félagi íslenskra flugumferðarstjóra.
    Í frumvarpinu er lagt til að skipulagi flugmála hér á landi verði breytt. Skilið verði á milli þjónustu og reksturs annars vegar og stjórnsýslu og eftirlits hins vegar til samræmis við alþjóðlega þróun á þessu sviði, m.a. annars staðar á Norðurlöndum. Sérstök lög verði sett um Flugmálastjórn Íslands sem komi í stað núgildandi II. kafla laga um loftferðir, nr. 60/1998. Markmið frumvarpsins er að styrkja Flugmálastjórn í breyttu umhverfi og skilgreina betur hlutverk og starfsemi stofnunarinnar en gert er í núgildandi loftferðalögum. Frumvarpið gerir ráð fyrir breytingum í starfsemi Flugmálastjórnar Íslands sem fela m.a. í sér að verkefni Flugmálastjórnar verði á sviði stjórnsýslu loftferða en önnur verkefni flytjist til hlutafélags. Verkefni Flugmálastjórnar Íslands verður því að fara með stjórnsýslu á sviði loftferða, hafa efirlit með loftferðastarfsemi og stuðla að öryggi í flugi.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 2. júní 2006.Guðmundur Hallvarðsson,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Guðjón Hjörleifsson.Sigurrós Þorgrímsdóttir.


Guðjón Ólafur Jónsson.