Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 619. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1475  —  619. mál.
Breytingartillagavið frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum, lögum um meðferð opinberra mála og lögum um fjarskipti (samningur Evrópuráðsins um tölvubrot).

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.    Efnismálsliður 2. gr. orðist svo: Hver sem flytur inn, aflar sér eða öðrum, eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt eða einstaklinga, sem líta út fyrir að vera ólögráða börn, í kynferðislegum athöfnum eða klámfengið efni sem sýnir raunsannar myndir sem tákna ólögráða barn í kynferðislegum athöfnum skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stórfellt.