Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 178. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 178 — 178. mál.
um breytingu á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum.
a. Orðin „eða bifreiðir fatlaðra, og“ í h-lið falla brott.
b. Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: á merktu stæði fyrir bifreiðir fatlaðra.
Frumvarp þetta var áður flutt á 132. löggjafarþingi (þskj. 1054, 718. mál).
Bifreiðastæði merkt fötluðum eru þeim einstaklingum afar mikilvæg til að geta verið virkir þátttakendur í samfélaginu og verið sjálfbjarga í daglegu lífi. Reglugerð nr. 369/2000, um útgáfu og notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða, með síðari breytingum, tekur mið af sambærilegum reglum hjá EES-löndunum. Hér á landi er verulega ábótavant að reglur um nefnd stæði fatlaðra séu virtar af ökumönnum og oft lagt í þessi stæði þó P-stæðiskort hreyfihamlaðra sé ekki til staðar í bifreið. Það er því rík ástæða til að skapa úrræði í umferðarlögum sem hvetja til þess að nefnd stæði komi réttum einstaklingum að gagni.
Með frumvarpi þessu er lagt til að gerð verði breyting á 108. gr. umferðarlaga og kveðið á um að leggja megi á gjald ef bifreið er lagt í stæði sem er merkt fötluðum.
Í 2. mgr. 100. gr. laganna kemur fram að ekki skuli refsað fyrir þau brot sem greint er frá í 108. gr. nema stöðvun og lagning ökutækis hafi haft í för með sér hættu fyrir aðra eða að óþörfu valdið óþægindum í umferðinni. Lagt er til að þessu verði breytt þannig að refsað verði fyrir brot sem tilgreind eru í 1. mgr. 108. gr. nema þau sem kveðið er á um í a-lið ákvæðisins, þ.e. þegar lagt er í stæði sem ekki eru sérstaklega merkt á þann hátt eða þegar lagt er á gangstétt.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 178 — 178. mál.
Frumvarp til laga
um breytingu á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum.
Flm.: Valdimar L. Friðriksson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Jóhann Ársælsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Anna Kristín Gunnarsdóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Jón Gunnarsson, Katrín Júlíusdóttir.
1. gr.
a. Orðin „eða bifreiðir fatlaðra, og“ í h-lið falla brott.
b. Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: á merktu stæði fyrir bifreiðir fatlaðra.
2. gr.
3. gr.
4. gr.
Greinargerð.
Frumvarp þetta var áður flutt á 132. löggjafarþingi (þskj. 1054, 718. mál).
Bifreiðastæði merkt fötluðum eru þeim einstaklingum afar mikilvæg til að geta verið virkir þátttakendur í samfélaginu og verið sjálfbjarga í daglegu lífi. Reglugerð nr. 369/2000, um útgáfu og notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða, með síðari breytingum, tekur mið af sambærilegum reglum hjá EES-löndunum. Hér á landi er verulega ábótavant að reglur um nefnd stæði fatlaðra séu virtar af ökumönnum og oft lagt í þessi stæði þó P-stæðiskort hreyfihamlaðra sé ekki til staðar í bifreið. Það er því rík ástæða til að skapa úrræði í umferðarlögum sem hvetja til þess að nefnd stæði komi réttum einstaklingum að gagni.
Með frumvarpi þessu er lagt til að gerð verði breyting á 108. gr. umferðarlaga og kveðið á um að leggja megi á gjald ef bifreið er lagt í stæði sem er merkt fötluðum.
Í 2. mgr. 100. gr. laganna kemur fram að ekki skuli refsað fyrir þau brot sem greint er frá í 108. gr. nema stöðvun og lagning ökutækis hafi haft í för með sér hættu fyrir aðra eða að óþörfu valdið óþægindum í umferðinni. Lagt er til að þessu verði breytt þannig að refsað verði fyrir brot sem tilgreind eru í 1. mgr. 108. gr. nema þau sem kveðið er á um í a-lið ákvæðisins, þ.e. þegar lagt er í stæði sem ekki eru sérstaklega merkt á þann hátt eða þegar lagt er á gangstétt.