Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 211. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 212  —  211. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um sjónvarpsefni frá sjálfstæðum framleiðendum.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Hvaða skilgreiningu á „efni frá sjálfstæðum framleiðendum“ er stuðst við í 3. gr. draga að samningi um útvarpsþjónustu í almannaþágu sem ráðherra kynnti í september?
     2.      Hve miklu fé varði Ríkisútvarpið, sjónvarp árlega árin 1999–2005 til slíks efnis frá sjálfstæðum framleiðendum, annaðhvort með kaupum eða meðframleiðslu?


Skriflegt svar óskast.