Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 267. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 276  —  267. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um réttarstöðu íslenskrar tungu og stöðu annarra tungumála í löggjöf og stjórnkerfi.

Frá Merði Árnasyni.


     1.      Hefur ríkisstjórnin aðhafst til að styrkja réttarstöðu íslenskrar tungu eftir að Alþingi vísaði til hennar þingsályktunartillögu um það efni vorið 2004 (387. mál á 130. löggjafarþingi)?
     2.      Hvaða ráðagerðir eru uppi af hálfu menntamálaráðherra um stöðu alþjóðatungna, norrænna mála og tungumála nýbúa og innflytjenda í löggjöf og stjórnkerfi?