Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 306. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 323  —  306. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um stuðningsforeldra.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hvaða skilyrði þurfa þeir sem gerast stuðningsforeldrar að uppfylla?
     2.      Hvernig er eftirliti með stuðningsforeldrum háttað? Fer það fram reglulega?
     3.      Hvernig er greiðslum til stuðningsforeldra háttað, hversu háar eru þær og hvað er innifalið í þeim? Er litið á greiðslurnar sem laun eða kostnað við barnið? Eru þær skattlagðar eins og hverjar aðrar tekjur?