Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 352. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 382  —  352. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um hættu á vegum á Vestfjörðum.

Frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur.



     1.      Hvað hefur oft þurft að loka veginum á milli Bolungavíkur og Ísafjarðar vegna grjóthruns og snjóflóða sl. fimm ár?
     2.      Hvað hafa á sama tímabili oft verið gefnar úr viðvaranir til vegfarenda um hættu á hruni eða snjóflóðum?
     3.      Hvað hafa oft fallið snjóflóð á veginn milli Ísafjarðar og Súðavíkur á sama tímabili?