Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 351. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 453  —  351. mál.
Nefndarálitum fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Tollabandalags Suður-Afríkuríkja.

Frá utanríkismálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Jónsson og Friðrik Jónsson frá utanríkisráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að fullgilda fríverslunarsamning milli aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (European Free Trade Association, EFTA, sem Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss eru aðilar að) og Tollabandalags Suður-Afríkuríkja (South African Customs Union, SACU, sem Botsvana, Lesótó, Namibía, Suður-Afríka og Svasíland eru aðilar að) sem undirritaður var í júní og júlí 2006 á Höfn í Hornafirði, í Genf, Gabarone og Pretoríu.
    Samningurinn kveður á um lækkun og afnám tolla á iðnaðarvörum, sjávarafurðum og unnum landbúnaðarvörum auk þess sem í honum eru ákvæði um vernd fjárfestinga og hugverkaréttinda, þjónustuviðskipti, samkeppnismál og úrlausn deilumála. Í samningnum er tekið tillit til mismunandi þróunarstigs aðildarlandanna. Ísland, ásamt Noregi og Sviss, hefur jafnramt undirritað tvíhliða samning við aðlidarríki SACU og munu þeir samningar öðlast gildi á sama tíma og fríverslunarsamningurinn.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 23. nóv. 2006.Halldór Blöndal,


form.


Bjarni Benediktsson,


frsm.


Dagný Jónsdóttir.


                             

Drífa Hjartardóttir.


Jón Gunnarsson.


Sæunn Stefánsdóttir.