Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 407. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 454  —  407. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um tónlistarnám og fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur og Jóni Bjarnasyni.


     1.      Hvað líður starfslokum nefndar um endurskoðun laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, nr. 75/1985, sem starfað hefur á vegum ráðuneytisins síðan vorið 2004?
     2.      Hefur ráðuneytið fallið frá því að vinna að verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga varðandi tónlistarnám á þeim grunni að ríkið yfirtaki ábyrgð á námi á framhaldsstigi en sveitarfélögin ábyrgist grunn- og miðstigið?
     3.      Hver varð greiðsluþátttaka ríkisins vegna tónlistarkennslu á framhaldsstigi eftir að ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu samkomulag um greiðslu kostnaðar við kennslu veturinn 2004–2005? Hvers vegna var samkomulagið ekki endurnýjað?
     4.      Er ráðuneytinu kunnugt um að ekki hafi verið farið að ákvæði 3. tölul. 1. gr. laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, nr. 75/1985, um að hverjum nemanda tónlistarskóla skuli veitt kennsla í aðalnámsgrein eina stund á viku? Hvaða úrræði hefur ráðuneytið til að tryggja að þessum réttindum nemenda sé framfylgt?
     5.      Er ráðuneytinu kunnugt um að tónlistarskólar þurfi í auknum mæli að nota innheimt skólagjöld til að standa undir launakostnaði kennara og skólastjóra sem sveitarfélögunum ber að greiða skv. 10. gr. laganna? Hvaða úrræði hefur ráðuneytið til að tryggja að sveitarfélögin uppfylli skyldur sínar í þessum efnum?


Skriflegt svar óskast.