Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 411. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 463  —  411. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um framkvæmd nauðungarsölu.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hversu margar íbúðir hafa verið innleystar síðastliðin tvö ár með nauðungarsölu hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík af viðskiptabönkum og sparisjóðum annars vegar og Íbúðalánasjóði hins vegar?
     2.      Eru það í öllum tilvikum óháðir fasteignasalar sem meta verðgildi fasteigna sem koma til nauðungarsölu samkvæmt kröfu viðskiptabanka og sparisjóða annars vegar og Íbúðalánasjóðs hins vegar?
     3.      Eru gerðarþolar upplýstir um rétt sinn skv. 2. málsl. 1. mgr. 57. gr. laga um nauðungarsölu, nr. 90/1991?
     4.      Telur ráðherra ástæðu til að herða á eftirliti með því hvernig fyrrnefndu ákvæði er framfylgt þannig að gerðarþoli fái skilyrðislaust upplýsingar um þennan rétt?


Skriflegt svar óskast.