Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 457. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 598  —  457. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um húsnæði heilsugæslustöðva.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur.


     1.      Hver eru áform ráðherra um uppbyggingu nýrra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu?
     2.      Er það stefna stjórnvalda að allar nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu verði í leiguhúsnæði og þá helst í verslunarhúsnæði?
     3.      Telur ráðherra að stór verslunarhúsnæði henti notendum þjónustunnar, t.d. slösuðum, fólki með brjóstverk, þunglyndum, fötluðum, viðkvæmum börnum og öldruðum með skerta hreyfigetu, svo að dæmi séu tekin?
     4.      Ef ekki, hvað ætlar ráðherra að gera til að ráða bót á ástandinu hvað þetta varðar?


Skriflegt svar óskast.