Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 447. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 713  —  447. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um afskipti lögreglu af erlendum ríkisborgurum.

    Leitað var til ríkislögreglustjóra og Fangelsismálastofnunar ríkisins eftir viðeigandi upplýsingum og er í svari ráðherra byggt á gögnum þaðan.

     1.      Hve oft hefur lögregla haft afskipti af erlendum ríkisborgurum hér á landi árlega frá 1995 til 1. nóvember 2006?
    Í bréfi ríkislögreglustjóra kemur fram að upplýsingum um afskipti lögreglu af erlendum ríkisborgurum hefur ekki verið safnað á landsvísu til birtingar í tölfræðiskýrslum ríkislögreglustjóra, sem komið hafa út allt frá 1999. Þó hafa upplýsingar um hegningarlagabrot einstaklinga með erlent ríkisfang verið teknar saman fyrir árin 2001, 2002, 2003 og 2005. Af tæknilegum ástæðum var ekki hægt að birta tölur fyrir árið 2004, en þá var nýtt tölvukerfi innleitt. Tölurnar í töflunni hér á eftir miðast við einstaklinga, en þeir geta átt að baki fleiri en eitt brot. Ekki er gerður greinarmunur á því hvort um ferðamann er að ræða eða einstakling með búsetu hér á landi. Ekki liggja fyrir tölur fyrir árið 2006.

2001 2002 2003 2004 2005
Fjöldi kærðra einstaklinga 3.877 4.002 3.536 --- 3.855
Með erlent ríkisfang 219 268 216 --- 269
Hlutfall kærðra með erlent ríkisfang 5,6 6,7 6,1 --- 7,0

     2.      Hve margir erlendir ríkisborgarar annars vegar og íslenskir ríkisborgarar hins vegar sátu af sér dóma í íslenskum fangelsum árlega á sama tímabili?
    Í töflunni hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fjölda fanga sem hafa afplánað og afplána óskilorðsbundnar fangelsisrefsingar samkvæmt dómum í íslenskum fangelsum árin 1995–2006.

1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 (1.1.–1.11.)
Allir fangar 368 417 311 268 234 219 254 251 325 317 305 322
Þar af íslenskir ríkisborgarar 361 410 299 260 229 212 233 226 295 279 268 293
Erlendir ríkisborgarar búsettir erlendis 3 3 9 4 3 6 17 21 25 33 33 18
Erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi 4 4 3 4 2 1 4 4 5 5 4 11
Samtals erlendir ríkisborgarar 7 7 12 8 5 7 21 25 30 38 37 2