Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 479. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 731  —  479. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um skatta og gjöld af barnavörum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvað hafði ríkissjóður í tekjur af eftirtöldum barnavörum árið 2006 (2005 ef tekjur ársins 2006 liggja ekki fyrir) í heild og sundurliðað eftir virðisaukaskatti, tollum og vörugjöldum eftir því sem við á:
              a.      barnabílstólum, hjálmum og öðrum öryggistækjum fyrir börn í umferðinni og vegna slysavarna á heimilum,
              b.      ungbarnamat,
              c.      barnafötum, annars vegar fyrir börn yngri en sex ára og hins vegar sex ára og eldri,
              d.      bleyjum og öðrum hreinlætis- og heilbrigðisvörum,
              e.      barnavögnum og kerrum,
              f.      öðrum barnavörum sem ekki falla undir framangreint?
     2.      Hvað má ætla að niðurfelling skatta, tolla eða vörugjalda af framangreindum barnavörum mundu auka ráðstöfunartekjur ungbarnafjölskyldna mikið?
     3.      Er ráðherra reiðubúinn til að fella niður skatta, tolla eða vörugjöld af einhverjum af framangreindum barnavörum? Sérstaklega er spurt um öryggistæki, sbr. a-lið 1. tölul.


Skriflegt svar óskast.