Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 405. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 827  —  405. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Þuríðar Backman um húsnæðismál opinberra stofnana.

     1.      Hefur ríkisstjórnin mótað sér stefnu í húsnæðismálum opinberra stofnana?
    Þegar afla þarf húsnæðis fyrir opinberar stofnanir er slík þörf almennt leyst með byggingu, kaupum eða leigu á almennum markaði. Þegar húsnæði er byggt gilda um slíkar framkvæmdir lög nr. 84/2001, um skipan opinberra framkvæmda, og reglugerð nr. 215/2001, um skipulag opinberra framkvæmda. Þegar húsnæði er keypt eða leigt er það almennt á grundvelli sérstakrar heimildar Alþingis skv. 6. gr. fjárlaga. Á undanförnum árum hefur þeirri stefnumörkun verði fylgt að leigja almennt skrifstofuhúsnæði og tiltölulega ósérhæft húsnæði á markaði þar sem því verður við komið. Slík leiga á sér þá stað á samkeppnisgrundvelli í kjölfar auglýsingar þar sem óskað er eftir tilboðum í leigu fullbúins húsnæðis samkvæmt nánari lýsingu. Slík leiga hefur komið vel út að mati ráðuneytisins og byggist á því að kröfur og þarfir sem húsnæðið þarf að uppfylla séu vel skilgreindar í upphafi og að leigusalinn sjái alfarið um aðlögun og innréttingu á fasteigninni til að uppfylla þarfir leigjandans. Sem dæmi um slíkt húsnæði má taka húsnæði eftirtalinna: ríkislögreglustjóra, Héraðsdóms Reykjaness, sýslumannsins í Kópavogi, Héraðsdóms Vestfjarða, Brunamálastofnunar, Heilsugæslunnar í Spönginni, Heilsugæslunnar í Voga- og Heimahverfi, tveggja heilsugæslustöðva í Kópavogi, Landbúnaðarstofnunar á Selfossi og Fiskistofu í Hafnarfirði.
    Þeirri stefnu hefur verið fylgt á undanförnum árum varðandi fasteignir sem þegar eru í eigu ríkisins að færa eins mikið og unnt er af þeim til Fasteigna ríkissjóðs til umsjónar og umsýslu. Fasteignir ríkissjóðs er sérstök stofnun í A-hluta ríkissjóðs sem tekur til umsýslu og umsjónar þau mannvirki í ríkiseigu sem ríkið afhendir stofnuninni. Stofnunin sérhæfir sig í rekstri og viðhaldi bygginga og mannvirkja og byggir starfsemi sína á því að innheimta leigutekjur af notendum sem standa undir rekstri og venjulegu viðhaldi eignarinnar. Markmið ríkisins með þessari stefnu er að sem mest af húsnæði í eigu ríkisins verði í umsýslu aðila sem hefur sérþekkingu á viðhaldi og rekstri fasteigna og tryggi þannig að vel og faglega sé staðið að þessum málum. Á síðasta ári leigðu Fasteignir ríkissjóðs út um 340 þús. m 2 húsnæðis til um 240 leigjenda sem er rúmlega þreföldun á fermetrafjölda frá árinu 1998. Þrátt fyrir að starfsemi Fasteigna ríkissjóðs hafi eflst mikið á síðustu árum og einstök ráðuneyti nýti sér þessa þjónustu í auknum mæli er þó enn nokkuð um að einstakar stofnanir sjái sjálfar um húsnæði sitt og beri ábyrgð á rekstrar- og viðhaldsmálum. Þannig hafa t.d. heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti kosið að láta stofnanir sínar að mestu leyti sjá um þennan þátt mála en dómsmálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti hafa hins vegar tekið ákvörðun um að færa flestar af þeim fasteignum sem heyra undir þau til Fasteigna ríkissjóðs til umsýslu.

     2.      Hvaða opinberu stofnanir leigja húsnæði af einkaaðilum undir starfsemi sína?
    Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytunum leigja eftirtaldar stofnanir ríkisins húsnæði af einkaaðilum að hluta eða öllu leyti undir starfsemi sína. Í sumum tilvikum leigir stofnun húsnæði af einkaaðilum undir meginstarfsemi sína en öðrum tilvikum er hún í húsnæði í eigu ríkisins en leigir viðbótarhúsnæði, t.d. geymsluhúsnæði eða útibú frá starfseminni á almennum markaði.

Æðsta stjórn ríkisins Alþingi
Umboðsmaður Alþingis
Forsætisráðuneytið Skrifstofa umboðsmanns barna
Ríkislögmaður
Óbyggðanefnd
Skrifstofa Þingvallanefndar
Menntamálaráðuneyti Fjölbrautaskóli Suðurlands
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
Kvennaskólinn í Reykjavík
Háskóli Íslands
Landsbókasafn
Menntaskólinn á Egilsstöðum
Ríkisútvarpið
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Verkmenntskólinn á Akureyri
Fjölbrautaskólinn við Ármúla
Framhaldsskólinn á Laugum
Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Háskólinn á Akureyri
Iðnskólinn í Hafnarfirði
Iðnskólinn í Reykjavík
Íslenski dansflokkurinn
Kennaraháskóli Íslands
Kvikmyndamiðstöð Íslands
Listasafn Íslands
Verkmenntaskólinn á Akureyri
Þjóðleikhúsið
Utanríkisráðuneyti Þróunarsamvinnustofnun
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli
Sendiráð (skrifstofur og starfsmannabústaðir)
Landbúnaðarráðuneyti Veiðimálastofnun
Landgræðsla ríkisins
Hagþjónusta landbúnaðarins
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
Landbúnaðarstofnun
Skógrækt ríkisins
Landshlutabundin skógrækt
Sjávarútvegsráðuneyti Hafrannsóknastofnunin
Fiskistofa
SRA
Verðalagsstofa skiptaverðs
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti Héraðsdómur Vestfjarða
Héraðsdómur Norðurlands vestra
Héraðsdómur Reykjaness
Ríkissaksóknari
Ríkislögreglustjóri
Lögregluskóli ríkisins
Lögreglustjórinn í Reykjavík
Landhelgisgæslan
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Félagsmálaráðuneyti Ráðuneytið, aðalskrifstofa
Barnaverndarstofa
Fjölmenningarsetur
Íbúðalánasjóður
Jafnréttisstofa
Ráðgjafastofa um fjármál heimilana
Ríkissáttasemjari
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi
Vinnumálastofnun
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti Heilsugæslustöð Garði
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
Heilsugæslustöð í Mosfellsbæ
Sjónstöð Íslands
Heilsugæslustöð Grafarvogi
Heilsugæslustöð Sandgerði
Heilsugæslustöð Suðureyri
Heilsugæslustöð Súðavík
Landlæknisembættið
Heilsugæslustöð Salahverfi Kópavogi
Heilsugæslustöð Voga- og Heimahverfi
Heilsugæslustöð Hafnarfirði, miðbæ
Heilsugæslustöð Kópavogi, miðbæ
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, stjórnsýsla
Heilbrigðisráðuneytið, aðalskrifstofa
Fjármálaráðuneyti Fasteignir ríkissjóðs
Tollstjórinn í Reykjavík
Fasteignamat ríkisins Egilsstöðum
Samgönguráðuneytið Ferðamálastofa
Flugmálastjórn
Vegagerðin (þjónustumiðstöð Suðvestursvæðis)
Póst- og fjarskiptastofnun
Rannsóknarnefnd flugslysa
Rannsóknarnefnd umferðarslysa
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Fjármálaeftirlitið
Byggðastofnun
Umhverfisráðuneyti Brunamálastofnun
Landmælingar Íslands
Náttúrufræðistofnun Íslands
Umhverfisstofnun
Úrvinnslusjóður
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar

     3.      Hefur þeim fjölgað frá árinu 1995?
    Með hliðsjón af þeirri stefnu ríkisins að leigja almennt skrifstofuhúsnæði og ósérhæft húsnæði, sbr. svar við 1 tölul. hér að framan, þá er ljóst að talsverð aukning hefur orðið á leigu slíks húsnæðis á almennum markaði frá árinu 1995. Í þessu sambandi er hins vegar rétt að benda á að á tímabilinu hefur að sama skapi orðið minna um að ráðuneyti og ríkisstofnanir byggi almennt skrifstofuhúsnæði og ósérhæft húsnæði.