Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 477. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Prentað upp.

Þskj. 1144  —  477. mál.
Leiðréttar töflur.




Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um sérstakar aðgerðir til að bæta stöðu fólks við fyrstu íbúðarkaup.

     1.      Hvert var kaupverð meðalstórrar þriggja herbergja íbúðar á höfuðborgarsvæðinu, annars vegar nýrrar og hins vegar eldri íbúðar, í janúarmánuði hvers árs á tímabilinu 2002–2007 og hvert var nauðsynlegt eigið fé íbúðarkaupenda miðað við að kaupin væru að öðru leyti fjármögnuð með lánum Íbúðalánasjóðs og viðkomandi ætti fullan rétt á hámarksláni eins og það var á hverjum tíma? Óskað er eftir að sýnd verði greiðslubyrði lánanna á hverju tímabili fyrir sig.
    Við vinnslu svarsins var aflað upplýsinga frá Fasteignamati ríkisins og Íbúðalánasjóði. Sjá töflur 1–4. Gengið er út frá áætluðu kaupverði í janúar 2007. Í öllum tilvikum er miðað við 40 ára lánstíma og ekki er tekið tillit til yfirverðs eða affalla af húsbréfum. Miðað er við 5,1% vexti á árunum 2002–2004 en rétt er að hafa í huga að vextir viðbótarlána voru á þessum tíma nokkru hærri eða 5,3%.

     2.      Telur ráðherra ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð? Ef svo er, hvaða aðgerða og hvenær má vænta að þær komist í framkvæmd?

    Reglugerð um breytingu á reglugerð um lánshlutfall og fjárhæð ÍLS-veðbréfa, nr. 156/ 2007, tók gildi 1. mars sl. Með þeirri breytingu var lánshlutfall almennra lána hækkað úr 80% í 90%. Hámarkslánsfjárhæð almennra lána hækkaði jafnframt úr 17 millj. kr. í 18 millj. kr. Þessi breyting mun ekki síst nýtast þeim sem kaupa sína fyrstu íbúð. Sú breyting sem kæmi þeim hópi best er að afnema þá reglu að takmarka lánsfjárhæð við brunabótamat íbúðar að viðbættu lóðarmati. Það mál hefur verið til athugunar í félagsmálaráðuneytinu og hjá Íbúðalánasjóði og er vilji til þess að afnema þetta skilyrði. Engin ákvörðun liggur þó enn fyrir um hvort eða hvenær ráðist yrði í þessa breytingu. Ákvörðun í því efni verður meðal annars tekin í samráði við fjármálaráðuneytið með hliðsjón af stöðu efnahagsmála.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.