Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 516. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1276  —  516. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um samvinnufélög og lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur (millilandasamruni og millilandaskipting).

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.     1.      Við 1. gr. Við 1. mgr. a- og g-liðar (133. gr. a og 133. gr. g) bætist: aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyja, svo og annarra landa samkvæmt heimild í reglugerð sem viðskiptaráðherra setur í samráði við fjármálaráðherra.
     2.      Við 4. gr. Við 1. mgr. a- og g-liðar (107. gr. b og 107. gr. h) bætist: aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyja, svo og annarra landa samkvæmt heimild í reglugerð sem viðskiptaráðherra setur í samráði við fjármálaráðherra.
     3.      5.–10. gr. falli brott ásamt fyrirsögnum.
     4.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (millilandasamruni og millilandaskipting).