Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 553. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Nr. 29/133.

Þskj. 1402  —  553. mál.


Þingsályktun

um þjónustumiðstöð fyrir útgerð og siglingar í Norðurhöfum.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera úttekt á möguleikum þess að efla norðanverða Vestfirði sem miðstöð þjónustu við vaxandi fiskveiðar við Austur-Grænland og skoða sérstaklega þann kost að þjónustumiðstöð og umskipunarhöfn fyrir siglingar í Norðurhöfum verði á Vestfjörðum. Haft verði náið samráð við heimamenn við gerð úttektarinnar.

Samþykkt á Alþingi 17. mars 2007.