Fundargerð 134. þingi, 0. fundi, boðaður 2007-05-31 13:30, stóð 14:01:49 til 14:21:43 gert 31 14:31
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

ÞINGSETNINGARFUNDUR

fimmtudaginn 31. maí.

Árið 2007, fimmtudaginn 31. maí, var hundrað þrítugasta og fjórða löggefandi Alþingi sett í Reykjavík. Er það tuttugasta og fimmta aukaþing í röðinni en hundrað fertugasta og níunda samkoma frá því er Alþingi var endurreist.

Þingmenn söfnuðust saman í Alþingishúsinu, anddyri Skálans, kl. 1.10 miðdegis og gengu þaðan til guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 1.30. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt biskupi Íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni. Séra Jakob lagði út af Jóhannesarguðspjalli 14:15--21.

Að lokinni guðsþjónustu gengu þingmenn aftur til Alþingishússins, fundarsalar Alþingis.

Þessir menn skipuðu þingið:

  1. Arnbjörg Sveinsdóttir, 5. þm. Norðaust.
  2. Atli Gíslason, 7. þm. Suðurk.
  3. Ágúst Ólafur Ágústsson, 4. þm. Reykv. s.
  4. Álfheiður Ingadóttir, 11. þm. Reykv. s.
  5. Ármann Kr. Ólafsson, 4. þm. Suðvest.
  6. Árni Páll Árnason, 11. þm. Suðvest.
  7. Árni Johnsen, 6. þm. Suðurk.
  8. Árni M. Mathiesen, 1. þm. Suðurk.
  9. Árni Þór Sigurðsson, 9. þm. Reykv. n.
  10. Ásta R. Jóhannesdóttir, 8. þm. Reykv. s.
  11. Ásta Möller, 7. þm. Reykv. s.
  12. Birgir Ármannsson, 9. þm. Reykv. s.
  13. Birkir J. Jónsson, 6. þm. Norðaust.
  14. Bjarni Benediktsson, 3. þm. Suðvest.
  15. Bjarni Harðarson, 8. þm. Suðurk.
  16. Björgvin G. Sigurðsson, 2. þm. Suðurk.
  17. Björk Guðjónsdóttir, 9. þm. Suðurk.
  18. Björn Bjarnason, 6. þm. Reykv. s.
  19. Einar K. Guðfinnsson, 5. þm. Norðvest.
  20. Einar Oddur Kristjánsson, 8. þm. Norðvest.
  21. Einar Már Sigurðarson, 7. þm. Norðaust.
  22. Ellert B. Schram, 11. þm. Reykv. n.
  23. Geir H. Haarde, 1. þm. Reykv. s.
  24. Grétar Mar Jónsson, 10. þm. Suðurk.
  25. Guðbjartur Hannesson, 2. þm. Norðvest.
  26. Guðfinna S. Bjarnadóttir, 3. þm. Reykv. n.
  27. Guðjón A. Kristjánsson, 6. þm. Norðvest.
  28. Guðlaugur Þór Þórðarson, 1. þm. Reykv. n.
  29. Guðni Ágústsson, 3. þm. Suðurk.
  30. Gunnar Svavarsson, 2. þm. Suðvest.
  31. Helgi Hjörvar, 7. þm. Reykv. n.
  32. Höskuldur Þórhallsson, 10. þm. Norðaust.
  33. Illugi Gunnarsson, 3. þm. Reykv. s.
  34. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 2. þm. Reykv. s.
  35. Jóhanna Sigurðardóttir, 5. þm. Reykv. n.
  36. Jón Bjarnason, 4. þm. Norðvest.
  37. Jón Gunnarsson, 7. þm. Suðvest.
  38. Jón Magnússon, 10. þm. Reykv. s.
  39. Karl V. Matthíasson, 7. þm. Norðvest.
  40. Katrín Jakobsdóttir, 4. þm. Reykv. n.
  41. Katrín Júlíusdóttir, 5. þm. Suðvest.
  42. Kjartan Ólafsson, 4. þm. Suðurk.
  43. Kolbrún Halldórsdóttir, 5. þm. Reykv. s.
  44. Kristinn H. Gunnarsson, 9. þm. Norðvest.
  45. Kristján Þór Júlíusson, 1. þm. Norðaust.
  46. Kristján L. Möller, 3. þm. Norðaust.
  47. Lúðvík Bergvinsson, 5. þm. Suðurk.
  48. Magnús Stefánsson, 3. þm. Norðvest.
  49. Ólöf Nordal, 9. þm. Norðaust.
  50. Pétur H. Blöndal, 6. þm. Reykv. n.
  51. Ragnheiður E. Árnadóttir, 9. þm. Suðvest.
  52. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, 12. þm. Suðvest.
  53. Sigurður Kári Kristjánsson, 8. þm. Reykv. n.
  54. Siv Friðleifsdóttir, 10. þm. Suðvest.
  55. Steingrímur J. Sigfússon, 4. þm. Norðaust.
  56. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, 10. þm. Reykv. n.
  57. Sturla Böðvarsson, 1. þm. Norðvest.
  58. Valgerður Sverrisdóttir, 2. þm. Norðaust.
  59. Þorgerður K. Gunnarsdóttir, 1. þm. Suðvest.
  60. Þórunn Sveinbjarnardóttir, 8. þm. Suðvest.
  61. Þuríður Backman, 8. þm. Norðaust.
  62. Ögmundur Jónasson, 6. þm. Suðvest.
  63. Össur Skarphéðinsson, 2. þm. Reykv. n.

Forseti Íslands setur þingið.

[14:05]

Þá er þingmenn höfðu skipað sér til sætis gekk forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, til ræðustóls og las forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman fimmtudaginn 31. maí.

Forseti lýsti yfir að Alþingi Íslendinga væri sett samkvæmt bréfi því sem hann hafði lesið.

Forseti ávarpaði því næst alþingismenn. Við lok ávarpsins stóð þingheimur upp og forsætisráðherra, Geir H. Haarde, mælti: ,,Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi.`` Tóku þingmenn undir þessi orð með ferföldu húrrahrópi.


Ávarp aldursforseta.

[14:18]

Aldursforseti, Jóhanna Sigurðardóttir, 5. þm. Reykv. n., bauð alþingismenn velkomna til starfa og lét í ljós þá ósk að störf Alþingis mættu verða alþingismönnum til sóma og landi og þjóð til heilla.


Varamenn taka þingsæti.

[14:19]

Aldursforseti las bréf þess efnis að Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir tæki sæti Jóns Bjarnasonar, 4. þm. Norðvest., og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir tæki sæti Ögmundar Jónassonar, 6. þm. Suðvest.


Kosning kjörbréfanefndar.

[14:20]

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Arnbjörg Sveinsdóttir (A),

Lúðvík Bergvinsson (A),

Atli Gíslason (B),

Bjarni Benediktsson (A),

Ásta R. Jóhannesdóttir (A),

Magnús Stefánsson (B),

Birgir Ármannsson (A),

Helgi Hjörvar (A),

Jón Magnússon (B).

Fundi frestað kl. 14:21.

---------------