Tilhögun þingfundar

Fimmtudaginn 17. apríl 2008, kl. 10:38:53 (6527)


135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

tilhögun þingfundar.

[10:38]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kem upp til að ítreka þær athugasemdir sem hér hafa verið bornar fram um skipulag þinghalds í dag. Ég óska eftir því, hæstv. forseti, að það verði borið undir atkvæði fundarins hvort hér eigi að vera lengdur fundur í dag fyrst hæstv. forseti er ekki tilbúinn til að fallast á þá eðlilegu tillögu, sem hér kom fram, að boðað yrði til fundar með formönnum þingflokka til að ræða skipulag þinghaldsins í dag.